Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 38
Þingið samþykkir: 1. að stjórnir héraðssambandanna vinni að því í samvinnu við sýslunefndir og sveitarstjórnir, fræðsluráð, skólanefndir, skólastjóra og sambandsfélög sín að koma á umferðakennslu í íþróttum milli skóla og félaga á sambandssvæðunum, á þeimgrund- velli að laun og ferðakostnaður skiptist milli sveitarsjóðs og félaga en upp í þenn- an kostnað afli stjórnir héraðssambandanna styrkja frá ríkissjóði, UMFÍ, ÍSÍ og sýslu- sjóðum. 2. að fáist ekki kennari eða samstaða um umferðakennslu, þá stuðli stjórnir hér- aðssambandanna að því, að til félags og skóla þar sem enginn getur annazt tilsögn í íþróttum, sé fenginn kennari eða leið- beinandi úr nágrenninu, sem komi a.m.k. tvisvar í viku til viðkomandi skóla og fé- lags, til þess að annast íþróttakennslu á þeirra vegum. Laun og ferðakostnað sé leit- azt við að fá greiddan eins og greint er frá í 1. lið. 3. að fáist hvorugri þeirri aðferð komið við, sem geinir í lið 1 eða 2, þá sé unnið að því að koma reglubundnum hópferðum frá þeim félagssvæðum, sem eigi er unnt að koma til íþróttaæfinga, til staða þar sem aðstaða er góð til íþróttaæfinga eða leiðbeinandi til staðar. Kostnaður við slíka flutninga, samþykkir sambandsþing UMFÍ að sé styrkhæfur og felur stjórn UMFÍ að vinna að því, að aðrir hlutaðeigandi aðilar viðurkenni liann styrkhæfan. Þingið skorar á ríkisstjórn íslands að samþykkja tillögur þær, sem nefnd skipuð af menntamálaráðuneytinu samdi og skilaði til ráðuneytisins á s.l. hausti vegna endur- skoðunar á lagaákvæðum um íþróttasjóð og leggja málið fyrir Alþingi á komandi hausti. Þingið lýsir því yfir, að verði hagur íþróttasjóðs eigi bættur mun taka fyrireðli- lega öflun íþróttamannvirkja til íþróttaiðk- ana fyrir skólaæsku, almenning og frjálsan rþróttafélagsskap. Þingið samþykkir að körfuknattleikur verði tekinn sem keppnisgrein á næsta landsmóti. Þingið samþykkir að kosin verði nefnd til undirbúnings keppni í hópíþróttum á komandi landsmótum bæði í þeim greinum sem þegar er keppt í og öðrum sem áhugi er á. Nefndin Ijúki störfum fyrir næsta sambandsráðsfund. Þingið felur væntanlegri stjórn að vinna að því, að farið verði með flokk íþrótta- manna til keppni í einhverju Norðurland- anna, að afloknu landsmóti hverju sinni. Þingið telur hagkvæmara, að velja kepp- endur til utanfarar eftir afrekum þeirra á landsmóti. Þingið felur væntanlegri sambandsstjórn að freista þess, að koma á skipulegri keppni í skák milli héraðssambandanna og fari úr- slitakeppni fram í sambandi við sambands- þing eða landsmót. Þingið samþykkir, að landsmót verði haldin þriðja hvert ár, en ekki fjórða hvert ár eins og verið hefur. — ★ — Á þinginu voru gerðar fjölmargar fleiri samþykktir, en ekki er rúm fyrir þær í þessu blaði. Verða þær birtar í næsta hefti Skinfaxa, sem kemur út snemma á næsta ári. 38 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.