Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 36
Sambandsþiiig U.M.F.I Sambandsþing UMFÍ, hið 24. í röðinni, var haldió að Laugarvatni dagana 1.—2. júlí 1965. Þingið sátu um 60 fulltrúar víðs- vegar að af landinu, auk stjórnar og starfs- manna. Gestir þingsins voru: Bjarni Bjarnason, fyrrv. skólastjóri; Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi; Guðjón Einarsson, varafor- seti ÍSÍ; Guðmundur Kr. Guðmundsson, fulltrúi og Árni Guðmundsson skólastjóri. Formaður UMFÍ, Eiríkur J. Eiríksson, setti þingið og bauð alla viðstadda vel- komna til þings og óskaði þinginu far- sældar í störfum. Forsetar þingsins voru kjörnir Ólafur Kristjánsson, Reykjavík; Ólafur Guðmunds- son, Hellnatúni og Jón Hjartar, Borgarnesi. Framkvæmdastjóri UMFÍ, Skúli Þor- steinsson, flutti skýrslu sambandsstjórnar um störf sambandsins frá síðasta sambands- þingi. Gat hann þes að lokum, að hann léti nú af störfum framkvæmdastjóra UMFÍ og þakkaði hann öllum þeim, sem hann hefði haft samstarf við í ferðum sín- um um landið og í starfi sínu í Reykjavík. Reikningar Gjaldkeri sambandsins, Ármann Péturs- son, lagði fram endurskoðaða reikninga UMFÍ fyrir árin 1963 og 1964, ræddi þá og skýrði ítarlega fyrir þinginu. Voru reikningarnir og skýrsla stjórnarinnar síðan samþykktir samhljóða og umræðulaust. Störf þingsins Mörg mál voru tekin til meðferðar á þingnu og margar ályktanir gerðar. Um- ræður voru miklar á þinginu og var það allt hið fjörlegasta. Fjórar nefndir störfuðu að þingmálum: Fjárhagsnefnd, allsherjar- nefnd, íþróttanefnd og starfsíþróttanefnd. Framsöguræður og umræður um hin ýmsu mál þingsins og framkomnar tillögur stóðu til kl. eitt um kvöldið og var þá þingi frestað til ld. 1.30 síðdegis á föstudag. Þegar þingfundur hófst að nýju, höfðu nefndir lokið störfum árdegis. Skiluðu nefndir þingsins álitsgerðum sínum, og stóð fundur fram eftir degi, en að um- ræðum loknum fór fram stjórnarkosning. Ný sambandsstjórn í stjórn UMFÍ voru kjörnir: Sambands- stjóri Eiríkur J. Eiríksson og aðrir í stjórn: Ármann Pétursson, Hafsteinn Þorvaldsson, Guðjón Ingimundarson og Sigurður Guð- mundsson. Varamenn: Jóhannes Sigmunds- son, Jón F. Hjartar og Óskar Ágústsson. Endurskoðendur voru endurkjörnir þeir Ólafur Ág. Ólafsson og Teitur Guðmunds- son; til vara Björn Sigurðsson og Skúli Norðdahl. í milliþinganefnd skv. samþykkt þings- ins um hópíþróttir voru kosnir: Sigurður Helgason, Guðjón Ingimundarson, Sigurður Guðmundsson, Þórir Þorgeirsson og Óskar Ágústsson. 36 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.