Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 45
þá leikur páfagaukurinn það einnig eftir.
Ef fórnarlambið segir: „Mikið er heitt
hérna," þá hermir páfagaukurinn það eftir.
Leiknum er haldið áfram, þar til fórnar-
lambinu liugkvæmist að spyrja: „Hvers
vegna apar þú allt eftir mér"? Þessi setn-
ing (eða einhver svipuð) er lausnarorðið,
sem bindur enda á páfagauksleikinn. Senda
má tvo eða fleiri samkvæmisgesti út í byrj-
un, ef samkvæmið er fjölmennt, og fólkið
vill láta fleiri en einn spreyta sig á að
finna lausnarorðið.
ÞRJÚ HÖGG
Einhver sprelligosi (helzt lágvaxinn og
horaður) í hópnum stendur upp, steytir
hnefann framan í viðstadda og segir graf-
alvarlegur: „Ég borga þúsund krónur þeim,
sem ekki liggur flatur áður en ég hef greitt
honum þrjú högg með flötum lófa". Ein-
hver „jaki' samkvæmisins stendur áreiðan-
lega upp, og kveðst ekkert hafa á móti
því að vinna sér inn pening á auðveldan
hátt. Sá hinn sami fær tvö högg í bakhlut-
ann, en þá segir sprelligosinn „Þú verður
að bíða þangað til næsta sumar eftir þriðja
högginu, og þú verður áreiðanlega búinn að
leggjast margsinnis flatur áður en það högg
verður greitt.'
Hver er foringinn?
Þátttakendur mega helzt ekki vera færri
en 5—6, og gjarnan mega þeir vera fleiri.
Einn þátttakenda, sá sem á að verða
miðjumaður, verður fyrst að ganga út úr
stofunni. Meðan hann er fjarverandi, semja
hinir um það, hver skuli verða foringinn.
Þá er miðjumaðurinn sóttur, og þátttak-
endur slá hring um hann. Leikurinn hefst.
Skyndilega styðja allir fingri á nef sér,
skömmu seinna standa allir á öðrum fæti
og rétt á eftir spenna allir greipar fyrir
aftan hnakka, — eða leika einhverjar aðr-
ar kúnstir.
Það er foringinn, sem alltaf hefur for-
ystuna og rasður hvaða kúnstir skuli leikn-
ar. Hann byrjar og allir liðsmenn hans
verða að leika látbrögðin eftir honum með
eins miklum hraða og unnt er.
Miðjumaðurinn á hinsvegar að reyna að
beita skarpskyggni sinni til að sjá á sem
skemmstum tíma, hver sé foringinn. Þegar
honum hefur tekizt það, hefst leikurinn að
nýju. Verður þá fyrrverandi foringi gerður
að miðjumanni, en hinir þátttakendurnir
velja nýjan foringja.
Félagsheimilið Stapi
Nýtt félagsheimili var opnað og vígt í
Njarðvíkum 23. okt. s.l. Var þar mjög fjöl-
mennt og margar ræður fluttar. Sambands-
stjóri U.M.F.Í., sem boðinn var til sam-
komunnar flutti ávarp og kveður frá U.M.
F.í. — Ungmennafélagið í Njarðvíkum
hefir verið aðaldriffjöðrin í framkvæmdum
og eiga forystumenn þess þakkir skilið fyrir
mikið starf sem og aðrir áhugamenn á
staðnum. Félagsheimilið er eitt glæsilegasta
sinnar tegundar hér á landi og yfir því
hvílir menningarleg og listræn reisn. Er
vonandi að félagsheimili þetta verði byggð-
arlaginu veruleg félagsleg lyftistöng.
SKINFAXI
45