Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 3
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXlll. árgangur — 5.—6. hefti 1972 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju Æskan og ungmennafélögin Ég held, að allir geti verið mér sammála um það, sem kynnzt hafa sögu ungmennafélag- anna i landinu, að þau hafi gengið veg slnn til góðs og orðið þjóðinni til heilla. Þau eru til orðin af þörf upprennandi æsku til sameiginlegra átaka og félagslegra um- bóta. Ungmennafélagshreyfinguna skorti ekki verkefni, þau biðu hennar allsstaðar og hún glímdi líka við þau og sigrarnir urðu margir og stórir fyrstu árin. Ungmennafélögin ruddu veginn, lögðu hornsteina að mörgum vel- ferðarmálum þjóðarinnar, sem önnur félög til- einkuðu sér síðar og gerðu fyllri skil. Frá þvi fyrsta ungmennafélagið var stofn- að, hefur margt breytzt í þjóðfélagi okkar og það svo mjög, að ungmenni nútímans fá vart skilið allar þær breytingar. Enda reynlst ungmennafélögum í dag örðugra en áður að halda uppi góðu félagslífi, finna verkefni og festa huga og hönd við það. Meira er það nú, sem fyrir glepur, fjölþætt- ara félagslíf, vinnutækni og ýmis annar fé- lagsskapur. Áður urðu menn að skapa sér þá skemmt- un sjálfir, er þeir vildu njóta. Nú er hægt að velja um ótal skemmtanir án þess að leggja nokkuð af mörkum sjálfur. Sumar þeirra eru miður hollar og oft erfitt fyrir ungling að velja eða hafna. Því verður aldrei í mót mælt, að ung- mennafélagshreyfingin i landinu er þróttmikil og vel vakandi um velferðarmál æskunnar og þjóðarinnar í heild, þrátt fyrir að starf hinna ýmsu félaga er mjög misjafnt og mismikið. Þótt mörg þau verkefni, sem ungmenna- félögin glímdu við á fyrstu árum sínum, séu i höndum ýmissa sérfélaga, eru nóg verkefni, sem bíða í dag okkar ágætu ungmennafélaga. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem lifað hefur síðasta sumar, að Island er að verða eftirsótt ferðamannaland, jafnframt því, sem við Islendingar sjálfir höfum vaxandi áhuga á að skoða okkar eigið land. Straumur ferðamanna er mikill um landið yfir sumartímann og mun aukast á komandi árum. Við erum þvi miður ekki eins undirbú- in og skyldi með húsnæði og aðra pjóriustu til þess að taka á móti öllum þessum fjölda, og langt frá því, að við veitum þá ferða- þjónustu, sem þörf er é og æskileg er. Það er dýrt að ferðast í dag og ekki síður á íslandi en annars staðar, en allir vilja ferð- ast sem ódýrast og njóta frjálsræðis sem mest. Ég ferðaðist einu sinni frá vesturströnd Noregs til Rómaborgar í bifreið og gisti ýmist í tjaldi eða gistihúsum á leiðinni. Á allri þess- ari leið voru margir staðir til að gista á fyrir þá, sem vildu gista í tjaldi. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.