Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 4
/------------------------------------------------ FORSlÐUMYNDINA tók SigurSur Geirdal af einni sýningu danska fimleikaflokksins, sem hingað kom á vegum UMFl s. I. sumar og skýrt hefur verið fná áður í Skinfaxa. Flokkurinn sýndi víða um land, m. a. á Húsafellsmótinu, en þar var mynd- in tekin. Y_______________________________________/ Tjaldstæði um allt land þarfnast skipulagningar og eftirlits. í grein sinni leggur Ósk- ar Agústsson til að ungmennafé- lögin athugi að taka þátt í slíku starfi. Innan tjaldbúðasvæðanna voru flest nauð- synlegustu þægindi svo sem böð og snyrting- ar, ílát fyrir rusl og fleira. Sumstaðar voru einnig smáverzlanir. Hægt var að fara frá tjaldi og bíl hvert sem var, því að eftirlitsmaður var á staðnum, sem leit eftir eigum tjaldbúðagesta. Allt þetta var veitt gegn vægu gjaldi. Væri ekki verðugt verkefni ungmennafélag- anna, þar sem ferðamannastraumurinn er mestur yfir sumarmánuðina að beita sér fyrir og jafnvel reka svona staði, hvort sem þeir væru fjármagnaðir af ungmennafélögunum sjálfum, hreppsfélögum eða sýslu. Þetta er nauðsynjamál og er það ósk mín, að ungmennafélögin í landinu taki það upp á arma sína, þvi ég veit, að þá er því vel borgið. Góðir ungmennafélagar. Hér er verkefni, sem bíður framkvæmda víðsvegar um landið og getur væntanlega orðið mörgum til bless- unar. Við eigum að vinna okkar landi allt, það er okkar kjörorð. Það getum við bezt gert með því að vera vel vakandi yfir þeim málum, sem mest eru aðkallandi á hverjum tíma. ís land allt. Óskar Ágústsson. Laugum 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.