Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 10
FRAMKVÆMDIR í ÞRASTASKÓGI Hinn nýi íþróttavöllur í Þrastaskógi var þakinn í fyrra og er nú orðinn mjög vel gróinn. Er þarna komin ákjósanleg aðstaða til margs konar íþróttakeppni og útihátíða. Síðastliðið vor unnu ungl- ingar frá Selfossi við að lagfæra í kring- um völlinn, ógróin svæði voru þakin þannig að völlurinn falli sem bezt að gróðurheild staðarins. Eftir er að ganga frá suðurenda vallarins, en þar á m. a. að reisa sýningarpall. Verður væntanlega lokið við þær framkvæmdir að ári. Skipuð liefur verið ný Þrastaskógar- nefnd. í nefndinni eru: Hafsteinn Þor- Ungir piltar frá Selfossi unnu kappsamlega að því að lagfæra í kringum völlinn sl. vor. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í Þrastaskógi. valdsson, Gunnar Sveinsson og Stefán Jasonarson. Nefndin hefur m. a. til at- hugunar stækkun veitingaskála UMFI, Þrastalundar, sem er orðið mjög brvnt verkefni. I sumar var skálinn málaður og byggt var dæluhús við Sog. Skálinn er orðinn allt of lítill miðað við stöðugt vaxandi aðsókn. Þau hjónin Þorgeir Hall- dórsson og Lára Hansdóttir höfðu veit- ingarekstur í Þrastalundi með höndum í sumar, og var reksturinn með myndar- brag. Unnið er að undirbúningi heildar- skipulags Þrastaskógar. Búið er að gera vandað hæðarmælingakort af öllu svæð- inu, og annaðist Forverk h.f. það verk. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.