Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 20
UNGMENNASAMBAND
BORGARFJARÐAR
60
ÁRA
Stofnfundur UMSB var haldinn að
Hvítárbakka 26. apríl 1912. Um aðdrag-
andann að stofnuninni segir Jón A. Guð-
mundsson svo í 50 ára afmælisriti UHSB:
Vikuna 29. janúar til 4 .febrúar 1912
var bændanámskeið haldið á Hvanneyri.
Á þessu námskeiði voru saman komnir
margir af leiðandi mönnum ungmenna-
félagshreyfingarinnar í Borgarfjarðar-
héraði. Á námskeiði þessu hófust umræð-
ur um nauðsyn þess að koma á sambandi
meðal ungmennafélaganna í héraðinu.
Þessar umræður leiddu til þess að
föstudaginn 2. febrúar kl. 6 e. h. var
haldinn fundur með öllum félagsmönn-
um úr ungmennafélögunum sem á nám-
skeiðinu voru, svo og nokkrum félögum
úr Umf. íslendingi í Andakílshreppi til
að taka ákvarðanir um mál þetta.“
Niðurstöður þessa fundar leiddu svo til
þess að UMSB var stofnað um vorið af
sjö ungmennafélögum í héraðinu.
í fyrstu stjórn UMSB voru kosnir:
Páll Zóphóníasson, Hvanneyri, formað-
ur, og meðstjórnendur þeir Jón Hannes-
son, Deildartungu, og Andrés Eyjólfs-
son, Síðumúla.
Aðildarfélög UMSB eru nú þessi:
Umf. Reykdæla, stofnað 1908
Umf. Brúin, Hvítársíðu og Hálsasv., 1908
Umf. Egill Skallagrímsson, Álftaneshr.,
1910
Umf. Haukur, Leirársveit, 1911
Umf. Dagrenning, Lundarreykjadal, 1911
Umf. Islendingur, Andakílshr., 1911
Uinf. Björn Hítdælakappi, Hraunhreppi,
1912
Umf. Stafholtstungna, 1912
Umf. Skallagrímur, Borgarnesi, 1916.
Umf. Þrestir, Innri-Akraneshreppi, 1950.
Núverandi stjóm Ungmennasambands
Borgarfjarðar skipa: Vilhjálmur Einars-
son formaður, Ófeigur Gestsson gjald-
keri, Jón A. Guðbjörnsson ritari, Gísli
Ilalldórsson meðstjórnandi og Sigurður
R. Guðmundsson meðstjórnandi.
20
SKINFAXI