Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 17
Snæfellingar keppa ár-
lega við Héraðssam-
bandið Skarphéðin í
frjálsum iþróttum, og
hafa slik mót verið
haldin siðan 1965. —
Myndin sýnir keppnis-
lið HSH árið 1968.
HSH hefur lengst af átt góðan efnivið,
sérstaklega börn og unglinga. En því
miður hefur skort leiðbeinendur og kraft
til að fá fólkið almennt til að halda á-
fram. Til að efla flokkaíþróttimar væri
aukin samvinna ungmennafélaganna
æskileg, t. d. gætu félögin í þorpunum
undir Jökli myndað mjög öflugt knatt-
spymulið, enda er þar um 2000 manna
byggð og stutt á milli þorpanna. í ár
héldum við liéraðsmót í mörgum grein-
um: í frjálsíþróttum og sundi vom mót
bæði fyrir fullorðna og unglinga, og í
körfuknattleik og knattspyrnu er keppt í
aldursflokkum. Badminton hefur löngum
verið iðkað í Stykkishólmi, þótt heldur
hafi dregið úr því í bili.
— Hvar haldið þið héraðsmótin?
— Við tókum upp þá stefnu í ár að
halda héraðsmótin á ýmsum stöðum og
ekki á sama stað hvert mót ár eftir ár.
Þetta er í samræmi við dreifingu verk-
efna til ungmennafélaganna, og þetta
verður líka til þess að reka á eftir fram-
kvæmdum við íþróttamannvirki á hinum
ýmsu stöðum.
— Eruð þið ekki í fjárþröng eins og
flestir aðrir?
— Við höfum verið svo lánsamir að
ná góðu samstarfi við sveitarfélögin, og
þau hafa stutt héraðssambandið fjár-
hagslega. Árangur starfs héraðssamband-
anna er líka mjög undir því kominn að
forystumenn sveitarfélaganna skilji að
ungmennafélögin eru virkasti aðilinn í
frjálsu félagsstarfi æskufólks og ná bezt
til unglinganna. Reynsla okkar af starfs-
manni í sumar sýnir líka að héraðssam-
bandið þarf að hafa framkvæmdastjóra
allt árið. Slíkt væri líka bæði fjárhags-
legur og félagslegur ávinningur fyrir
æskulðsstarfið í sveitarfélgunum. Mér er
engin launung á því að fjárhagur HSH
er góður, en það er ekki bara stuðningi
sveitarfélaganna að þakka, heldur höfum
við eflzt af eigin starfi. Það eru því öll
skilyrði fyrir hendi til þess að sambandið
vaxi og dafni áfram.
SKINFAXI
17