Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 8
„Auðvitað hef ég sett mér ákveðið takmark“ Viðtal við Hrein Halldórsson Á afrekaskrá íslands í frjálsum íþrótt- um 1972 er loksins komið nýtt nafn efst á listann í kviluvarpi eftir langa og fræki- lega forystu Guðmundar Hermannsson- ar í þeirri grein. Þetta nýja nafn er Og Svarfdælingar framkvæmdu þessa djörfu hugmynd Kristjáns og reistu fyrstu sundhöllina á landinu. Byrjað var á byggingunni árið 1927 (en henni ekki lokið það ár eins og mis- ritaðist í 3. tbl.). Sundskáli Svarfdæla var fullgerður og tekinn í notkun á sum- ardaginn fyrsta árið 1929. Þetta var merkur áfangi í íslenzkri íþróttasögu, og það er ánægjulegt að þetta merka og stílhreina<mannvirki skuli enn þjóna tilgangi sínum og vera vel við haldið. Er Skinfaxi heimsótti stað- inn sl. sumar, var verið að ljúka við að mála mannvirkið utan sem innan, og voru þá meðfylgjandi myndir af því teknar. Hreinn Halldórsson, HSS. Hreinn hefur alla tíð keppt fyrir heimahérað sitt, Hér- aðssamband Strandamanna, enda hefur hann gjarnan kenninafnið „Strandamað- ur“ manna á meðal hér syðra. Árangur Hreins í kúluvarpi í ár er 17,99 m., sem er nýtt UMFÍ-met og að sjálfsögðu héraðsmet hjá HSS. En þar með er ekki öll sagan sögð, því að Hreinn er nr. 2 á afrekaskránni í kringlukasti, næst á eftir Erlendi Valdimarssyni, með 51,88 m. sem líka er UMFÍ-met. Það var þess vegna ekki að tilefnis- lausu að Skinfaxi náði tali af Hreini, og auðvitað er fyrsta spurningin sú, hvenær hann hafi byrjað að æfa kúluvarp. — Það var sumarið 1968 þegar Sig- valdi Ingimundarson íþróttakennari kom til að leiðbeina hjá HSS. Ég keppti á héraðsmótum og kastaði 11,19 m. og síð- an ekki meira það árið. — En ekki léztu staðar numið þegar þú varst kominn á sporið? — Nei, ég hélt áfram að æfa næsta sumar og keppti á tveimur eða þremur 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.