Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 9
mótum. Þá kastaði ég lengst 13,74 m. og hnekkti héraðsmetinu sem frændi minn, Sigurkarl Magnússon, átti. Eftir áramótin 1970 fór ég suður til Reykjavíkur og æfði þar dálítið lyftingar með félaga mínum Ara Stefánssyni. Um sumarið keppti ég nokkrum sinnum og náði beztum árangri í héraðakeppni HSS og USVH, 14,63 m. Veturinn 70—71 æfði ég svo lyftingar reglulega og kastaði 16,53 m. haustið 1971. Um sumarið keppti ég á landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki. Fyrir mótið hafði ég kastað 15,52 m., en ég varð að láta mér nægja þriðja sætið með 14,85 á eftir Jóni Péturssyni og Sigurþóri Hjörleifs- syni. Aftur á móti náði ég þar öðru sæti í kringlukasti með 45,84 m., en þá grein hafði ég ekkert æft. I fyrravetur æfði ég svo lyftingar reglulega með Erlendi Valdimarssyni, ekki sjaldnar en 5 sinnum í viku. Á fyrsta mótinu í vor kastaði ég 16,55 m., en í þriðju keppni minni á sumrinu komst ég yfir 17 metrana — 17,39. Síðan var ég við og rétt yfir 17 m. í keppni í allt sumar þar til í haust á fjórum mót- um í röð að jöfn stígandi fór að koma í árangrinum; 16,80, 17,10,17,79 og 17,99. — Hefurðu æft kringlukast að ein- hverju ráði? — Ekki fyrr en í sumar. Stundum var veðrið hagstæðara fyrir kringlu en kúlu, og þá fannst mér ágæt tilbreyting að grípa í kringluna, og lengst kastaði ég í keppni 51,88 m. — Hefurðu kannski reynt við enn fleiri greinar? — Nei, ekki í neinni alvöru. Eg hef mér til gamans keppt í þrístökki á hér- aðsmótunum án umtalsverðs árangurs, og þegar ég fór með UMFÍ til Danmerkur Hreinn Halldórs. son í keppni sl. sufflar. í fyrra stökk ég 13,16 m. í keppni í Odense og varð fjórði, en á því móti vann ég kúluvarpið og varð annar í kringlukasti. Einu sinni varð ég líka nr. 2 á Islandsmóti í þrístökki án atrennu með 9,08 m., en það er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef keppt í þeirri grein. — Hvað ætlarðu að kasta langt næsta sumar? — Það er bezt að slá engu föstu um það. Árangur í keppni getur oft látið á sér standa, þótt menn séu í góðri æfingu. En auðvitað hef ég sett mér ákveðið tak- mark, en það er fyrst og fremst fyrir sjálfan mig. Þess má geta að lokum að Hreinn er aðeins 23 ára gamall, f. 1949. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.