Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 16
Guðmundur
Illugason,
fyrsti formaður
HSH.
lagði skjalasafn sambandsins o. fl. Okkur
var kleift að ráða starfsmann af því að
sveitarfélögin höfðu skilning á þessu og
lögðu okkur lið. Nú held ég að öllum
hljóti að vera Ijóst að fastur starfsmaður
allt árið er höfuðnauðsyn fyrir héraðið.
— Er starf hinna einstöku félaga mis-
jafnt?
— Það er auðvitað ýmis munur á því
og breytilegur frá einum tíma til annars.
En í sumar reyndum við nýja skipulags-
hætti sem gáfust mjög vel. Við fólum
hverju einstöku félagi sérstök verkefni til
að vinna að, svo sem undirbúning og
framkvæmd héraðsmóta í ýmsum íþrótta-
greinum, skák og sumarbúðastarfi. Allir
höfðu mikilvæg verkefni, og þeirra metn-
aður var að leysa þau vel af hendi með
stuðningi héraðssambandsins.
— Hvemig er íþróttaaðstaðan?
— Á nokkrum stöðum er húsnæði sem
nota má til íþróttaiðkana á vetrum. Sum
félagsheimili má líka nýta fyrir íþróttir,
og það er gert t. d. á Hellissandi. Vellir
eru helzt malar-knattspymuvellir í
þorpunum. Á Breiðabliki í Miklaholts-
hreppi er grasvöllur og þar hefur frjáls-
íþróttakeppnin oftast verið. Mannvirkin
mættu batna til muna, en ég tel meira
varða að fá góða leiðbeinendur sem
geta vakið áhuga unglinganna fyrir
íþróttum og félagsstarfi og unnið með
þeim. Ef það tekst, má segja að allar
aðstæður séu nógu góðar, þótt auðvitað
þurfi stöðugt að vinna að íþróttamann-
virkjagerð.
— Er íþróttalífið fjölskrúðugt?
— Það er talsverð gróska í íþróttum.
Félagsheimilið Breiða-
blik i Miklaholtshreppi
er einn helzti sam-
komustaður i héraðinu.
Þar er einnig grasvöll-
ur og þar eru frjáls-
iþróttamót HSH oftast
haidin.
16
SKINFAXl