Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 6
tókst ráðstefnan mjög vel. Meðal nm- ræðuefna voru löggjöf um æskulýðsmál, starf ÆRR, æskulýðsstarf á vegum skóla og sveitarfélaga og fræðslustarf æsku- lýðssamtaka. Ráðstefna þessi var athygl- isvert átak í því skyni að koma á viðræð- um fulltrúa allra meginþátta æskulýðs- starfs í landinu, þ. e. fulltrúa æskulýðs- hreyfingarinnar, skólanna og æskulýðs- starfs bæjarfélaganna. Haldinn var fundur á Akureyri um æskulýðsmál hinn 6. júní sl., þar sem rætt var um svipuð efni og á ráðstefn- unni í Reykjavík. Eitt merkasta átak ÆRR var félags- leiðtoganámskeiðið að Leirá, sem skýrt var frá í síðasta blaði. Þá hefur ráðið veitt styrki til kynnisferða erlendis. Mik- ils fræðsluefnis hefur verið aflað fyrir æskulýðsstarfsemi í landinu. Er nú svo komið að vænta má þess að efnt verði til fjölmargra fræðslunámskeiða á vegum æskulýðssamtaka og æskulýðsráðs á næsta ári, sem byggð verða á því undir- búningsstarfi sem þegar hefur verið unn- ið. Þá réð ÆRR í sumar starfsmann til þess að vinna að athugun á félags- og tómstundastarfi ungs fólks. Þorlákur Helgi Helgason var ráðinn til starfsins, og er greint frá verkefni hans sérstak- lega hér í blaðinu. Hið nýkjörna Æskulýðsráð ríkisins er þannig skipað: Frá aðildarfélögum ÆSÍ: Hannes Sigurðsson, Pétur Einarsson og Tryggvi Gunnarsson. Formaður var end- urskipaður af menntamálaráðherra, Ör- lygur Geirsson. Samband sveitarfélaga hefur enn ekki skipað mann í ráðið. Varamenn eru: Hafsteinn Þorvaldsson, Þorbjöm Broddason og Arinbjörn Krist- insson. Jón Kjartansson látinn Hinn 1. nóvember sl. lézt Jón Kjart- ansson, kunnur framkvæmda- og atorku- maður og um eitt skeið ritstjóri Skinfaxa og starfsmaður UMFÍ. Jón var Vestfirðingur að ætt, fæddur í Önundarfirði 1893, og var þvf æskumað- ur er fyrstu ungmennafélögin voru stofnuð. Gerðist hann virkur ungmenna- félagi og íþróttamaður. Hann lauk kenn- araprófi 1915, og gerðist að því loknu erindreki og leiðbeinandi hjá UMFÍ 1915—1916. Ferðaðist hann þá um Aust- ur- og Suðurland og kenndi útiíþróttir og glímu. 1917—1919 var Jón ritstjóri Skinfaxa, og tók hann við starfinu af Jónasi Jónssyni frá Hriflu. A ritstjómar- árum sínum og líka áður skrifar Jón mikið í blaðið, einkum um félagsmál og um nauðsyn þess að koma upp skipu- lögðum bókasöfnum um landið. Á hinztu kveðjustund þakka ung- mennafélagar þessum látna heiðurs- manni fyrir hans dugmikla starf meðan hans naut við í hreyfingunni. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.