Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 27
Hvert er tómstundastarfið — Hvernig er aðstaða ungs fólks? Æskulýðsráð ríkisins réð nú í sumar starfsmann til þess að vinna að athugun- um og könnunum á félags- og tóm- stundastarfi ungs fólks, aðstöðu til slíks starfs og stefnu og markmiðum þeirra aðila, sem að málum þessum vinna. Til þessa starfs var ráðinn Þorlákur Helgi Helgason, en hann stundar nám í félags- fræði í Svíþjóð og dvaldi hér á landi í nær fjóra mánuði í skólaleyfi. Þar sem verksvið það er hér um ræðir, er mjög viðamikið, var ákveðið að Þorlákur skyldi takmarka athuganir sínar að þessu sinni við tvö bæjar- og sveitarfélög, og urðu Selfoss og Húsavík fyrir valinu. Aðstaða og landfræðileg lega Selfoss og Húsavíkur eru um margt mjög ólík, og var talið að það gæti gefið athugun- unum meira gildi, og betri yfirsýn feng- ist yfir ýmsa þætti þessara mála, ef svo ólíkir staðir yrðu vettvangur fyrstu kannana á vegum æskulýðsráðs. Þorlák- ur dvaldi því nokkurn tíma á hvorum stað, ræddi við „lykilfólk“ í æskulýðs- starfi, átti viðtöl við unglinga, foreldra og einnig ýmsa þá, sem hvergi koma nærri æskulýðsmálum. Þá reyndi hann með eigin athugunum og ígrundun á umhverfi og „lífi“ á stöðunum að mynda sér heildarsýn yfir æskulýðsstarf þar og daglegt líf. Verið er nú að vinna úr þeim upplýs- ingum er Þorlákur H. Helgason safnaði og er þess vænzt að niðurstöður þeirra muni gefa þýðingarmiklar ábendingar um frekara framhald rannsókna á sviði æskulýðsmála, auk þess, sem gera má ráð fyrir, að þær geti orðið Húsvíking- um og Selfossbúum að verulegu gagni við skipulagningu félags- og tómstunda- starfa í náinni framtíð. SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.