Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 12
þeirri íþrótt verða menn að hnoðast og
veltast á vellinum meira en í öðrum
knattleikjum. Komið hefur verið upjr
gervigrasvöllum fyrir um 80 skólalið í
Bandaríkjunum.
Fyrsti knattspyrnuvöllurinn í fullri
stærð með gervigraslagi var tekinn í
notkun haustið 1971 í Islington, sem er
ein af útborgum Lundúna. Áður hafði
minni æfingavöllur verið tekinn í notkun
í Vestur-Þýzkalandi.
Kostir og gallar
Einn meginkosturinn við gervigrasvell-
ina er sá, að fljótlegt og auðvelt er að
hreinsa af þeim snjó og þurrka af þeim
raka. Hins vegar finnst mörgum að þeir
séu hálir. Þá má geta þess, að í gerfi-
efninu er fólginn innri varmi, sem sumir
álíta að hafi auknar þreytuverkanir á
íþróttamennina.
Læknar, íþróttamenn og framleiðend-
ur eru mjög ósammála um það hvort
aukin slysahætta fylgi gervigrasvöllun-
um. Sumir vilja kenna nýjum skóteg-
undum um aukna slysatíðni. En rneðan
fullyrðingar eru uppi um að hætta sé
á því að knattspyrnumennimir snúi sig
oft í ökkla, togni í fæti og fái ígerð í sár
1. Gervigrasið er 12 mm hátt og fest á mjúkt
dýnuundirlag.
2. Dýnurnar meS gervigrasinu eru limdar i
lengjum á asfaltflöt.
3. Þetta er likast teppi á stofugólfi, en hvern-
ig reynist það fyrir vöðva og liðamót knatt-
spyrnumanna? Um það eru skiptar skoðanir.
á gervigrasvöllum fremur en náttúrleg-
um grasvöllum, þá er hætt við að hægt
verði farið í sakirnar við gerð gervigras-
valla. Atvinnumenn í knattspyrnu í Bret-
landi eru t. d. verðlagðir á allt að 30
12
SKINFAX!