Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 5
ÆSKULÝÐSRÁÐ RÍKISINS
VEL AF STAÐ FARIÐ
Æskulýðsráð ríkisins hefur nú lokið
fyrsta tveggja ára starfstímabili sínu, og
verður ekki annað sagt en að vel sé af
stað farið. ÆRR var stofnað skv. lögum
um æskulýðsmál 1970.
Æskulýðsráð hélt 38 fundi á starfs-
tímabilinu og tók fyrir og afgreiddi 132
mál. Reynir Karlsson var ráðinn æsku-
lýðsfulltrúi ríkisins frá 1. september 1971,
en æskulýðsfulltrúi er framkvæmdastjóri
ráðsins. Hefur Reynir unnið mjög gott
starf og samvinna hans við ráðið verið
með ágætum.
Meðal þeirra verkefna sem Æskulýðs-
ráð ríkisins hratt í framkvæmd var ráð-
stefna um æskulýðsmál, sem haldin var
11. og 12. marz sl. í ráðstefnusal Hótels
Loftleiða. Til ráðstefnunnar var boðið
fulltrúum landssamtaka æskufólks, for-
mönnum og framkvæmdastjórum æsku-
lýðsráða, skólamönnum og fulltrúum
nemenda. Þátttakendur voru um 100 og
nm
Reynir Karlsson æsku-
lýðsfulltrúi, t. v., á fé-
lagsleiðtoganámskeið- _
inu sem ÆRR, UMFÍ
og ÍSÍ gengust fyrir '
haust.
SKINFAXI
5