Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 26
núna. íslenzkir handknattleiksmenn höfðu áunnið sér rétt til þátttöku í loka- keppninni á Olympíuleikunum. Einnig var nú styttra að sækja fyrir okkar fólk en oftast áður. Frammistaða allra íslenzku þátttakend- anna verður að teljast góð. Margir höfðu að vísu gert sér vonir urn að handknatt- leiksliðið kæmist lengra áleiðis en raun varð á; það vantaði heldur ekki mikið á að það tækist. Allir keppendurnir í ein- staklingsgreinum gerðu um það bil eins vel og þeir höfðu bezt gert áður og marg- ir betur. Við getum ekki ætlazt til meira af okkar fólki, og mestu máli skiptir að þetta voru góðir fulltrúar íslands á al- þjóðavettvangi. Skipulag á Olympíuþátttöku íslend- inga er annars mjög í molum, og sá ár- angur sem næst er fyrst og fremst að þakka miklum áhuga íþróttafólksins sjálfs og einstakra þjálfara. Að sjálfsögðu verðum við að fylgjast vel með og taka þátt í slíkum stórmótum, en það væri æskilegt að við hefðum djörfung til að leggja lóð á vogarskálina í því skyni að hrinda ofríki valds og fjármagns á þess- ari miklu hátíð. E.Þ. Sendið Skinfaxa ljóð og vísur. í sprengjuhríðinni í jólamánuðinum orti einn lesandi þetta smákvæði hér til hægri og sendi okkur til birtingar á jólunum: Lífleg blaðaútgáfa Allmikill fjörkippur hefur færzt í blaðaútgáfu ýmissa félaga innan UMFI á þessu ári. Þetta er mikið ánægjuefni, því að það þarf bæði starfsvilja og félags- legan kraft til að koma slíku í fram- kvæmd. Þau félagablöð sem Skinfaxi hefur séð, eru: „LEIFTUR“, sem Umf. Sindri á Höfn gefur út, stórt blað og f jör- lega skrifað með miklu myndaefni og skemmtilegheitum. Umf. Eyrarbakka er í ánægjulegri uppbyggingu og gefur út blaðið Geisla. Umf. Stjarnan í Garða- hreppi gefur út kynningarblað með nafni félagsins, og ekki er ólíklegt að félagið haldi útgáfunni áfram. Iþróttafélagið Gerpla í Kópavogi gefur einnig út sam- nefnt félagsblað, þar sem það kynnir starfsemi sína og markmið. Allt eru þetta snotur og sæmdarleg blöð, og óskar Skinfaxi þeim allra heilla. ÞORP í VÍETNAM í rústum eftir rosabálið rjúka eiturský. Hér nísti hjarta nakið stálið og níðings blý. Móðir leitar hægt og hikar, horfir á látinn son. Tár í auga barnsins blikar sem brostin von. Ásgrímur Gíslason. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.