Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 24
Samtíð og framtíð Eftirmáli Olympiuleikanna 20. Olympíuleikarnir sem haldnir voru í Miinchen í haust, eru víst ótvírætt veg- legasta íþróttahátíð sem haldin hefur ver- ið. En í sambandi við Olympíuleikana í ár kom ýmislegt fram sem bendir til nokkurrar óvissu um framtíð þessarar stórhátíðar. Umsjónaraðilar Olympírdeik- anna leggja jafnan metnað sinn í að gera hverja leika stærri og tilkomumeiri en þeir næstu á undan voru. Þetta varð m. a. til þess að skattborgurunum ofbauð fjárfestingin og eyðslusemin í sambandi Pierre de Coubertain, stofnandi nútíma olympiuleika. við Olympíuleikana í Miinchen, og þeir reyndu að mótmæla. Miklu ákveðnari er þó afstaða íbúanna í Denver í Banda- ríkjunum sem í atkvæðagreiðslu hafa neitað að fallast á að næstu vetrar-Ol- ympíuleikar verði haldnir þar, bæði af fjárhags- og náttúruverndarástæðum. Breytingar nauðsynlegar Tafl stórveldanna um verðlaun og stig er á góðri leið með að eyðileggja íþrótta- gildi leikanna. Þar ríkir ekki lengur hin gamla hugsjón Coubertins að höfuðat- riðið sé að vera með í keppninni en ekki það, hver sigrar. Stórveldin keppast við að nota Olympíuleikana sem áhrifamikla auglýsingu um ágæti eigin ríkis og helzt yíirburði þess. Niðurstaðan verður sú sama og í pólitík og hernaði. Ríkar þjóðir og herveldi sópa til sín verðlaunum, en það er rétt hending ef fátækar þjóðir og smáar krækja í stig. Nú gerðist það líka í fyrsta sinn í stór- um stíl að keppendur neituðu að viður- kenna ósigur sinn og höfnuðu um leið þeirri frumskyldu íþróttamanna að virða lög og dóma í leik og sýna að menn kunni að taka ósigri. Iþróttamenn sem ekki kunna að taka ósigri, eiga auðvitað ekki heima í íþróttakeppni. Heilt körfuknatt- leikslið neitaði að taka við silfurverð- launum sínum og sýndi Olvmpíuleikun- 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.