Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 22
landgræðslunefnd, íþróttavallanefnd, skáknefnd o. s. frv. Stundum eru nefnd- irnar fleiri, stundum færri og starfið er auðvitað misjafnt eins og gengur og ger- ist, það ganga yfir blómaskeið og lægðir á hinum ýmsu sviðum. Með formönnum nefndanna heldur stjómin svo fundi reglulega og einnig með formönnum fé- laganna og stundum með öllum þessum formönnum sameiginlega. Slíkir for- mannafundir hafa reynzt mjög gagnlegir og samstarfið hefur verið ágætt. Samkomusvæðið að Húsafelli er fagurt og sérkennilegt. A myndinni er þjóðdansasýning að fara fram á sýningarpailinum. Og hér er danski fimleikafiokkurinn, sem kom hingað á vegum UMFÍ sl. sumar, að sýna að Húsafelli. (Ljósm. Sig. Geirdal). Þetta er mynd af keppendum Ungmennasamb. Borgarfjarðar á landsmótinu á Sauðárkróki 1971. Framkvæmdastj. og þjálf- ari sambandsins var Matthias Ásgeirsson. — Hafa Húsafellsmótin ekki verið meðal meginverkefna UMSB á undan- fömum ámm? — Jú, það liggur mikið starf að baki Húsafellsmótunum. Það fyrsta var hald- ið árið 1967 og síðan hafa þau verið hald- in árlega, það síðasta nú í sumar. — Ekki samt það síðasta að eilífu? — Að óbreyttum aðstæðum er afar ólíklegt að hægt verði að halda þeim áfram. Við höfum lagt áherzlu á mörg og vönduð skemmtiatriði og að fólk skemmti sér við góðar aðstæður og án áfengis. Reynslan sýnir hins vegar að niðurhelling á áfengi fer öfugt í þjóðar- líkamann. Fólkið fer á aðra staði um verzlunarmannahelgina þar sem það fær að meðhöndla áfengi hömlulaust og eyðileggja skemmtunina fyrir öðrum. Ef 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.