Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.1972, Blaðsíða 13
milljónir króna, og handhafar slíkra dýr- gripa eru tregir að leggja þá í nokkra áhættu. Þá má geta þess að enn sem komið er eru slíkir vellir dýrir í byggingu. Kostnaður við sjálft gervigraslagið mun nema um 20 milljónum króna, auk und- irbyggingarinnar, sem venjulega er as- faltflötur. Eigi að síður telja flestar íþróttasérfræðingar að gervigrasvellir séu vellir framtíðarinnar. Stöðugt verða fram- farir í gæðum framleiðslunnar, og með tímanum verða þeir líka ódýrari í fram- leiðslu. Þá gera menn sér líka vonir um að þeir stuðíi að aukinni aðsókn á knatt- spyrnukappleiki, sem auðvitað vegur upp á móti stofnkostnaðinum. Algeng sjón að loknum knattspyrnukappleik að vetrarlagi 1 Norður-Evrópu. Keppendur ataðir snjó og aur og vaða leðjuna i ökkla. I»að er hraustlega gert að brosa við slíkar aðstæður. Sums staðar hefur verið gripið til þess ráðs að breiða yfirbreiðslur úr gerviefni yfir allan völlinn, en það er lík dýrt og tímafrekt. — Myndin er frá Vcstur-Þýzklandi. FÓTFRÁAR STÚLKUR Þetta eru UMSK-stúlkurnar sem settu nýtt íslandsmet i 4x400 m. boðhlaupi i sumar. Frá vinstri: Kristin Björnsdóttir, Ragnhildur Pálsdóttir, Hafdís Ingimarsdóttir og Björg Kristjánsdóttir. Tíminn var 4:12,1 mín. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.