Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Síða 3

Skinfaxi - 01.04.1985, Síða 3
Slunfaxi 2. tbl. - 76. árg. -1985 ÚtgefandL Ungmennaíélag íslands. • Ritstjóri: Guðmundur Gíslason. • Stjóm U.M.F.Í. Pálmi Gíslason, íormaöur, Bergur Toríason, varaíor- rnaður, Jón G. Guðbjömsson, gjaldkeri, Bjöm Ágústsson, ritari, Guðmundur H. Sigurðsson, með- stjómandi, Póroddur Jóhannsson, meðstjóm- andi, Diðrik Haraldsson, meðstjórnandi. • Aí- greiösla Skinfaxa: Skriístoía U.M.F.Í. Mjölnisholti 14, Reykjavík, sími 14317 • Setning, umbrot og filmugerö: Prentþjónustan hí. • Prentun.- Prent- smíðjan Rún sl Meöal efnis: Bls. Sundmót í Bolungarvík............. 4 Ungmennavika NSU 1985................ 7 Br ísland seglbrettaland.......... 9 Hin hliðin............. 11 Athugasemd.............. 15 Skákþáttur.............. 16 Leikritasafn............ 19 Bridge..................20 Nautkálíar í stympingum.............. 22 Aukið starí með íötluðu íólki.......... 23 Tóbaksvarnir........... 25 Vísnaþáttur............ 26 Norrœna sundkeppnin úrslit................. 27 Hvaða fugl er þarna?................. 28 Fréttir af þingum.......30 Aldarminning........... 35 Félagsstarí í Reykhólasveit.......... 38 Félagshyggja og einstaklingshyggja eöa „nú... Það er stundum haft við orð að peningar séu afl þeirra hluta sem gera skal. Nær lagi er þó að líta á þá sem eins konar verkfæri. Hið raunverulega afl er vilji einstaklinganna til þess að ná þeim markmiðum sem þeir setja sér. Á síðari hluta nítjándu aldar, þeg- ar þjóðin var fyrir alvöru að hefjast handa um að brjótast undan oki fátæktar og ósjálfstæðis, varð henni smátt og smátt ljóst, að félagsbundinn samtakamáttur væri árangursríkasti farvegurinn fyrir afl einstaklingsviljans. Búnaðarfélög urðu til, einnig sam- vinnufélög og ungmennafélög svo dæmi séu tekin, öll með sókn til betri lífskjara að markmiði og lífskjör eru meira en fjárhagsleg afkoma. Til þess að styrkja sóknina voru mynduð landssamtök og enginn sem vill kynna sér þessa sögu, þarf að fara í grafgötur með hvað hefur áunnist. Hvernig umhorfs væri á sviðinu í dag, ef þróunin hefði orðið önnur, er ekki gott að gera sér í hugarlund, en ekki er líklegt að almenn velmegun væri söm og nú er, þrátt fyrir allt, hvað þá meiri. En það eru blikur á lofti. Ekki bara að kaupið sé lágt. Það er eins og að þjóðin sé að missa sjónar af sviðsmyndinni eða öllu heldur því sem að baki hennar liggur. Áróður þess efnis, að einstaklingunum sé betur borgið utan sam- taka virðist ganga vel i marga. Frjálshyggja heitir það meðal ann- ars. „Sambandið sé auðhringur, bændasamtökin úlfur í sauða- gæru og ungmennafélögin nátttröll.“ Þó þykir stundum betur við hæfi að kenna forystumönnunum um „ósómann“ Reynt er að grafa undan félagshyggjunni og ryðja þannig einstaklingshyggj- unni braut. Einstaklingsframtakið skal síður en svo lastað, en þeir sem kjósa að vinna félagslega að sínum markmiðum, eiga fullan rétt á því að gera það þannig. Og einstaklingshyggjan hefur engan rétt til þess að setjast í bú félagshyggjunnar. Framþróun síðustu hundrað ára, sem á sinn hornstein í félagsmálasamtökum al- mennings, hefur gert sjálfræði einstaklinganna að raunveruleika og veitir þeim nú aukið svigrúm til sjálfstæðra athafna, en virða ber leikreglur og landslög. Ungmennafélögin hafa í þessum efn- um mikilvægu uppeldishlutverki að gegna, þ.e. að efla einstak- lingsvitund ásamt félagshyggju. ísland allt, Jón G. Guðbjörnsson SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.