Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1985, Side 22

Skinfaxi - 01.04.1985, Side 22
Nautkálíar I stympingum Ingimundur Ingim undarson I 6. tölublaði Skinfaxa 1983 er ritgerðin „Islensk glíma í 80 ár“ eftir Glúm Hólmgeirsson í Valla- koti. Þar er rætt um þróun þessarar alíslensku íþróttagreinar. Ég er sammála greinarhöfundi að und- anskildum fullyrðingum um orsakavald að kraftglímunni er tíðkaðist um of langt skeið. Þegar landsmót U.M.F.Í. fór fram að Laugum í Reykjadal í júlí- byrjun 1961 voru í hópferð noður um land konur og karlar á vegum Kaupfélags Steingrímsfjarðar og fengum við smástund til að horfa á íþróttakeppnina. Við Jens Aðalsteinsson o.fl. horfðum á kappglímuna og hugð- umst sjá þar glímusnilld en urðum fyrir sárum vonbrigðum. Þarna sáum við hjá sumum vinningshöf- um þau þyngstu og ömurlegustu bolabrögð er séð verða. Jens var snjall glímumaður, lipur og bragð- snöggur. Við vorum gamlir glímu- félagar frændurnir. Honum varð að orði. „Hvaða nautaat er þetta. Við skulum bjóða þeim að sýna hvernig á að glímaí1 Til þess kom þó ekki, enda var hann að byrja á sjöunda áratugnum og ég á þeim sjötta, enda enginn tími til að spila sig stóran. Þarna er ég hjartanlega sammála Glúmi. Hinsvegar samþykki ég ekki þá fullyrðingu hans um orsakavald aflraunaglímunnar. Hann telur glímukennslu Sig- urðar í Haukadalsskóla valda þessu. Glúmur segir m.a.: „Þær fregnir fóru af þeirri kennslu að líkari væri glíma lærlinga þaðan að þar færu nautkálfar í stimping- um en menn að íslenskri glírnu!1 Hvort greinarhöfundur hefur haft eigin reynslu vegna fullyrð- inganna eða látið sögusagnir annarra duga, veit ég ekki. Hitt vita allir að nemendum er mislagið að tileinka sér nám rétti- lega og mishæfir í íþróttum sem og öðrum greinum. Með mér voru í Haukadals- skóla 1930—31 tveir Suður-Þing- eyingar, þeir Jónas Jónsson frá Brekkukoti og Jón Einarsson frá Hrauni. Þessir félagar mínir munu varla hafa borið heim í hérað hnjóðs- yrði um Sigurð Greipsson eða Haukadalsskóla. Við Jónas höfð- um samband okkar á milli til loka- dægurs hans. Hann var sérstakt prúðmenni sem margt mátti af læra. Hins vegar misstum við Jón sjónar hvor á öðrum. Hann var knár og skarpur glímumaður og ólíkur „nautkálfi í stimpingum“. Út frá reynslu minni vísa ég alveg á bug ofangreindum fullyrð- ingum um vin minn og kennara Sigurð Greipsson og skóla hans. Hann var óspar að minna okk- ur strákana á gildi drengskapar og prúðmennsku um leið og við vor- um hvattir til að láta ekki erfið viðfangsefni vaxa í augum. Sjálfur var hann merkilega lið- ugur og léttur í glimu af svo stór- um manni. Hvernig bolabragða og kraftaglíman komst til hávega er ég ófróður um, vildi aðeins leið- rétta ómakleg ummæli úr því að aðrir Haukdælir hafa ekki gert það svo ég hafi séð. Ingimundur á Svanshóli. Frá keppni í glímu á síöasta Landsmóti. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.