Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 30
Fréttii crf þingum Þing USAH 68. ársþing USAH var haldið á Blönduósi þann 17. feb. s.l. í um- sjá Umf. Vorðboðans. Þingið var fjölsótt, enda voru þar mætt öll fimm ungmennafélög sambands- ins með fullskipað lið. Gestir þingsins voru Pálmi Gíslason og Guðmundur Haukur Sigurðsson frá UMFÍ og Sveinn Björnsson og Hermann Guðmundsson frá ISÍ. Stjórnin lagði fyrir þingið vandaða ársskýrslu ásamt afreka- skrá í frjálsum íþróttum. Kom þar fram að starfið á liðnu ári hafði verið með hefðbundnum hætti, blómlegt á flestum sviðum, en hæst bar óvenju góður árangur frjálsíþróttaliðs á Landsmóti, en þar lenti það í fimmta sæti. Fjöldi tillagna var samþykktur á þinginu um hin margvíslegustu mál, m.a. um íþróttir, ungmennabúðir, skógrækt o.fl. Á þinginu var lýst kjöri íþrótta- manns ársins hjá USAH. Titilinn hlaut að þessu sinni Sólveig Stefánsdóttir Umf. Geislum, en hún kom sá og sigraði á sinu fyrsta keppnissumri í frjálsum íþróttum og bætti sýslumet í öllum lengri hlaupum verulega. í matarhléi sæmdi Pálmi Gísla- son fráfarandi formann USAH Valdimar Guðmannsson starfs- merki UMFÍ. Valdimar tók við formennsku á miðju s.l. ári þegar Björn Sigurbjörnsson flutti burt úr héraðinu. Nýr formaður USAH var kjörinn Stefán Haf- steinsson Blönduósi. Guðm.H. Ársþing USÚ Ársþing USÚ var haldið að Holti, Mýrum laugardaginn 6. apríl. Geir Þorsteinsson form. USÚ setti þingið með stuttri yfirlits- ræðu um síðasta starfsár USÚ, en að sumu leiti hefur þetta verið nokkuð erfitt ár. Um 20 fulltrúar frá 7 félögum mættu til þings og gengu þingstörf vel. Tillögur sem samþykktar voru á þinginu fjölluðu m.a. um bætta íþróttaaðstöðu á svæði USÚ, þjálfaramál, fræðslumál, móta- hald USÚ, átak í skógrækt, aukna upplýsingamiðlun af störfum sambandsins og svo tillögur um fjármál. Eitt nýtt félag gekk í USÚ á þessu þingi, en það var Skotfélag- ið á Höfn í Hornafirði. Geir Þorsteinsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formanns- starfa og var Svava Arnórsdóttir kosin formaður sambandsins. Sigurður Geirdal sótti þingið af hálfu UMFÍ. S.G. Þing U.M.S.E. Þing UMSE var haldið í Þela- merkurskóla í febrúar s.l. Þar voru mörg mál rædd þó einkum mál- efni hinna ýmsu íþróttagreina. Þá var nokkuð fjallað um skógrækt og sumarbúðir. Sigurgeir Hreins- son gaf ekki kost á sér áfram, sem formaður og var Daníel Björnsson kosinn í hans stað. Að hálfu UMFÍ sóttu þingið Sigurður Geir- dal og Guðmundur Gíslason og frá Í.S.Í. Jón Ármann Héðinsson. 61. áisþing UMSK Þingið var haldið í Kópavogi 10. feb. s.l. í umsjá Umf. Breiðabliks. Kristján Sveinbjörnsson flutti skýrslu stjórnar, en ýmis stór verk- efni einkenndi þetta starfsár hjá UMSK. Þar bar hæðst landsmót- ið, Gaukurinn ’84 og húsnæðis- mál. Þingið sóttu um 30 fulltrúar frá 9 aðildarfélögum, auk gesta frá UMFÍ, ÍSÍ, FRÍ og heimaaðilum. Svanhildur Kristjónsdóttir var útnefnd afreksmaður UMSK ’84, Jón Ingi Ragnarsson félagsmála- maður UMSK ’84 og einnig var Ólympíuförum UMSK afhent sér- stök viðurkenning þeim: Jóni Pét- urssyni og Gunnlaugi Jónssyni (siglingar) og Brynjari Kvaran (handknattleikur). Af helstu tillögum sem þingið samþykkti má nefna tillögur um skógrækt, útbreiðslustarf, félags- málafræðslu, útihátíð, landsmóts- umsókn v/landsmóts 1990, um Getraunir, LOTTO o.fl. Á þinginu sæmdi Pálmi Gísla- son formaður UMFI Axel Jóns- son gullmerki UMFÍ. Kristján Sveinbjörnsson form. UMSK gaf ekki kost á sér til end- urkjörs og var Katrín Gunnars- dóttir kjörin formaður sambands- ins. Þing UMSB Þing UMSB var haldið að Varmalandi 23. febr. s.l. og var vel sótt eða 52 fulltrúar mættir. Formaður sambandsins Þórir Jónsson setti þingið og bauð full- trúa og gesti velkomna. Tilnefndi starfsmenn og flutti síðan yfirlits- ræðu um störfin á liðnu ári. 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.