Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1985, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.10.1985, Qupperneq 28
Ur fréttabréfum usú 17. ágúst var héraðsmót USÚ haldið að Reyðará í Lóni, og var veður eins og best verður á kostið. Fimm félög tóku þátt í mótinu að þessu sinni og varð röð félaga í stigakeppninni þessi: Félag Samt. Konur Karlar stig stig stig 1. Umf. Hvöt 107 9 98 2. Umf. Vísir 57 44 13 3. Umf. Sindri 48 47 1 4. Umf. Máni 8 8 5. Umf. Valur 5 1 4 Stigahæstu einstaklingar móts- ins urðu: Kvennaflokkur Þórgunnur Torfadóttir 611 stig (langst. 4.73 m.) Karlaflokkur Geir og Gunnar Þorsteinssynir 588 stig (hást. 1.70) Umf. Hvöt í Lóni var endur- reist árið 1982 og hefur starfsemi þess verið með miklum ágætum síðan. Haldið er árlega mikið úti- ball og hefur það tekist mjög vel í þau þrjú skipti sem komin eru. Þá var mikið unnið í nýja íþrótta- vellinum, sem er við skólahúsið, er áætlað að girða hann og þöku- leggja nú í haust ef tími vinnst til. Aðalfundur félagsins var haldinn 25. ágúst s.l. og kom þar fram sem er mjög fátítt í dag að fjárhags- staða félagsins er nokkuð góð. Þá komu fram nokkrar nýstárlegar tillögur um vetrarstarfið þar á meðal var tillaga um iðkun skautaíþrótta í tunglskini. Héraðskeppni USÚ og USVS fór fram að þessu sinni í Pétursey 31. ágúst, og var það mikil og spennandi keppni. Úrslit í stiga- keppninni urðu þessi: Konur Karlar Samt. stig stig stig USVS 40 50 90 USÚ 36 44 80 Þetta var í þriðja sinn í röð sem USVS vann keppnina og vann því bikarinn til eignar. ísí Þann 1. júní s.l. lét Hermann Guðmundsson af störfum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ fyrir ald- urssakir. Hermann er búinn að starfa lengi að málefnum íþrótta- hreyfingarinnar í landinu og það eru eflaust ekki margir er kannast ekki við Hermann hjá ÍSÍ. Þó hann láti nú af starfi sem fram- kvæmdastjóri þá mun hann starfa áfram á skrifstofu ÍSÍ. Við starfi Hermanns tók Sigurður Magnússon en hann er ekki ókunnur innan íþróttahreyfing- arinnar, því hann var um árabil skrifstofustjóri ÍSÍ og þá einnig ritstjóri íþróttablaðsins. Dagana 26. júlí til 1. ágúst dvöldust norrænir unglingar á aldrinum 14—16ára í íþróttamið- stöð ÍSI að Laugarvatni á vegum unglinganefnda ÍSÍ. Voru þátt- takendur 54 frá Svíþjóð, Dan- mörku, Noregi, Finnlandi og ís- landi en því miður gátu Færeying- ar ekki tekið þátt í þessum ung- lingabúðum vegna fjárskorts. Dagskrá búðanna var fjölbreytt og skemmtileg, farið var í ferða- lög um nágrenni Laugarvatns haldnar kvöldvökur og svo stund- aðar iþróttir. Búðastjóri var Valdimar Örnólfsson. Fræðslunefnd ÍSÍ hefur samið við íþróttasamband Noregs um leyfi til að þýða, staðfæra og gefa út kennsluefni sem ætlunin er að nota á stigsnámskeiðum sér- og héraðssambanda ÍSÍ og á íþrótta- brautum framhaldsskóla. Fjögur þessara rita eru þegar komin út og hefur Karl Guðmundsson fræðslustjóri ÍSÍ annast þýðingu þeirra, en öll eru þau unnin á skrifstofu ÍSÍ. Ekki hefur Skin- faxi séð þessi rit ennþá svo við getum ekki sagt nánar frá þeim. En hér á eftir er listi yfir þau rit er fást á skrifstofu ÍSÍ ásamt verði þeirra. Verrtskrá yfir fraírtsuefni frá 01.01. 1985 Kr. A-stig ÍSÍ 165,- Hreyfingafræði 30,- Nokkur undirstöðuatriði cr varða nútima- þjálfun Lciðbeiningar í borðtcnnis 25,- Knattspyrnulög KSÍ 100,- Leikrcglur í körfuknattlcik 40,- Leikrcglur í blaki 30,- A-stig í sundi 250,- Handknattlciksrcglur HSÍ cru í prcntun og væntanlegar um 10. scpt. n.k. 120,- Við mætum kraft, mýkt og fjaðurmagn 25,- Lciðbeiningar um starf íþrótta- og ung- mcnnafclaga 30,- íþróttalciðbeinandinn 30,- Kcnnslubók i glimu 25,- Rcglur í skotfimi Minni-bolti 40,- Júdó 75,- Siglingar A-stig í blaki 180,- Undirbúningur undir þjálfun og kcppni 150,- Hraðþjálfun 100,- Kraftþjálfun 250,- Þolþjálfun 200,- Lyfjarit 75,- Framangreind fræðsluefni er selt á skrifstofu ÍSÍ. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.