Skinfaxi - 01.10.1985, Page 30
Gömul mynd
Nú fyrir stuttu var UMFÍ gefin
gömul mynd ásamt ýmsum gögn-
um af Lyndíu Pálsdóttur Einars-
son, en hún er ekkja Guðmundar
Einarssonar frá Miðdal. Hann
starfaði mikið á sínum tíma fyrir
ungmennafélagshreyfinguna og
ferðaðist um landið og rak erindi
hennar. Þvi er mikill fengur í
þessum gögnum sem eru frá árun-
um milli 1910 og 1920 en myndin
er af þátttakendum á íþróttanám-
skeiði Sunnlendingafjórðungs
UMFÍ sem haldið var dagana 10.
til 24. október 1914. Nöfn allra
eru skráð á spjaldið sem myndin
er á. Vill stjórn UMFÍ þakka frú
Lydíu kærlega fyrir þessa gjöf
sem bætir við þekkingu okkar á
sögu ungmennafélagshreyfingar-
innar á íslandi. Myndin frá þessu
námskeiði er hér til hliðar.
Snϒell
Snæfell ársrit UÍA kom út i ágúst s.l. eftir nokkuð langa meðgöngu,
en ritið er hið glæsilegasta i alla staði bæði útliti og efni. Á forsíðu er
mynd af liðinu er sigraði i handknattleik kvenna á síðasta Landsmóti
UMFI í Keflavík og Njarðvík, og er myndin í lit. Meðal efni blaðsins
er grein um Minjasafn Austurlands ásamt myndum og sagt frá sumar-
búðum í Færeyjum er nokkur austfirsk ungmenni fóru á í ágúst 1984.
Einnig er skýrsla stjórnar UÍA, ársreikningar, skýrsla landsmóts-
nefndar ásamt mörgu öðru mjög skemmtilegu efni. Ársritið er 72 síður
að stærð og eru í því margar litmyndir frá Landsmóti UMFÍ og einnig
frá Atlavíkurhátíðinni. Ritinu er dreift inn á öll heimili á UIA svæðinu
án endurgjalds og er ekki að efa að það eru margir er bíða spenntir eftir
að fá Snæfell inn um bréfalúguna.
30
SKINFAXI