Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1988, Side 26

Skinfaxi - 01.02.1988, Side 26
Afrekaskráin Elín Jóna Traus+asóttir, HSK. Af öörum hástökkvurum en Þórdísi er helst aö vœnta framtara hjá Elínu Jónu...", segir Jón Sœvar. náði sínum besla árangri á Landsmótinu á Akureyri, 1981. Ég bind því mestar vonir við Ólaf Þ. Þórarinsson, HSK, af þeim sem cru á listanum en á jafnframt von áað Lárus Gunnarsson bæti sig. KÖSt Arangur í köstunum var góður. Einar Vilhjálmsson og Vésteinn Hafsteinsson settu glæsileg íslandsmet eins og áður hefur komið fram. Mér sýnist fljótt á litið að í ölum kast- greinunum hafi 5 af 6 á listanum bætt árangur sinn, þar af allir sem eru í fyrsta sæti. Það sem vekur hins vegar nokkum ugg í brjósti mér er að arftakamir liggja nokkuð djúpt. Kúluvarp Pétur Guðmundsson, UMSK, er lang bestur í kúlunni og náði sínum besta árangri seint á árinu. Hann er sá eini á listanum sem setur kúluna í forsæti. Vésteinn Hafsteinsson og Helgi Þ. Helgason æfa kringlu, Unnar Vilhjálms, Unnar Garðarsson spjót, Guðni Sigurjóns sprctthlaup, Garðar Vilhjálms kellnesk fangbrögð! Kringlukast Vésteinn Hafsteins hefur umtalsverða yfirburði í kringlukastinu og var númer 12 á heimsafrekalistanum á síðasla ári en árangur Helga Þ. er góður og hann er að bæta sig á fertugsaldri cins og vera ber. Árangur Andrésar Guðmundssonar, HSK, er athyglisverður. Spjótkast Einar Vilhjálms er sem fyrr bestur í spjótkastinu. Sigurður Matthíasson er í framför og stefnir að Ólympíulágmarki. Unnar Garðarsson, HSK, er fjölhæfur og er sá eini sem er meðal 6 bestu í öllum kastgreinunum. Björgvin Þorsteinsson, HSH, er ungur að ámm en hefur því miður lítið sinnt æfingum. Sleggjukast Sleggjan er lökustkastgreina enda mun hún vera aukagrein hjá öllum nema Einari Tryggvasyni sem jafnframt cr yngstur sexmenninganna. Vonandi leggur hann rækt við greinina í framtíðinni. Tugþraut Jón Amar Magnússon, HSK, er efni í tugþrautarmann og setti íslenskt drengjamet á árinu. Auðunn virðist því miður vera staðnaður. Árangur ígreininni í heild er sorglegur. Konur Hlaup Spretthlaupin og grindahlaupin standa í stað en miklar framfarir urðu í milli- og langhlaupum hjá stúlkunum, enda var árangur afspymu slakur í síðartöldu greinunum á árinu '85. Spretthlaup S vanhildur Kristjónsdóttir, UMS K, ber enn sem fyrr höfuð og herðar yfir keppi- nauta sína. Ég kemstþó ekki hjá að benda á að henni hefur farið aftur síðan 1985 og getur það varla talist eðlilegt. Vissulega hefur hún átt í meiðslum eins og margir aðrir en ég tel að fleira hljóti að hanga á spýtunni. Guðrúnu Amardóttur, UMSK, tókst ekki að fylgja eftir framförum sumarsins '85. Berglind Bjamadóttir er fjölhæf stelpa úr Skagafirðinum og Ágústa Pálsdóttir HSK, er mikið sprctt- hlauparaefni. 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.