Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1988, Side 15

Skinfaxi - 01.04.1988, Side 15
Landsliðsþj álfari FRI Ráðgefandi eftirlitsmaöur í tilcfni umræðna og harðra dcilna scm urðu fyrir nokkru um landsliðs- þjálfaramál Frjálsíþróttasambands Islands, sneri Skinfaxi sér til formanns sambandsins, Ágústs Ásgeirssonar, og spurði hann nokkurra spuminga sem fóru fyrir ofan garð og ncðan í fyrrncfndum blaðadeilum. Á síðasta vori var tekin upp sú nýbreytni innan FRÍ að ráðnir voru svonefndir landsþjálfarar í spjótkasti og hlaupagre- inum og gilti sú ráðning síðasta sumar, fram til 1. október. Ágúst var fyrst spurður um reynsluna af þessari tilhögun {)jálfaramála. “Þetta kom nokkuð snögglega til og meðal annars vegna beiðna frá frjálsi'þróttafólkinu. Landsþjálfararnir voru hugsaðir scm nokkurs konar eftirlitsþjálfarar. Þetta reyndist nokkuð vel, ef eitthvað var þá var þetta kannski full mikil vinna fyrir viðkomandi þjálfara. Þetta var nokkuð sem bættist ofan á önnur verkefni þeirra. En þctta er samt sem áður stcfnan hjá okkur. Þ.e. að leggja meiri áherslu cn áður á })jálfaramálin. Það voru til að mynda scndir þrír þjálfarar með sex íþróttamönnum á Hcimsmeistarainólið í frjálsíþróttum í Róm síðastliðið haust og þóui takast mjög vel. Það hefur lönguin loðað við sumt frjálsíþróttafólk hérlendis að það teldi sig ekki þurfa á þjálfara að halda á stórmót en þarna sannaðist hið gagnstæða. Hugmynd stjórnar FRÍ er sú að Landsliðsþjálfarinn verði eins konar “eftirlitsþjálfari”, fylgist með unglinga- landsliði auk karla- og kvennalandsliðs. Honum vcrður heimilt að fá mcnn sér lil aðstoðar sem taki jafnvel að sér ákvcðnar greinar. Og mér þykir ekki ólfklegt að þar vcrði um að ræða þá sem verið hafa landsþjálfarar og aðrir bestu þjálfarar landsins. Þá er einnig gert ráð fyrir að hann komi inn á A og B stigs námskeið og Ágúst Ásgeirsson. "Allir berum við hag frjálsíþróttanna... fyrir brjósti." veiti tilsögn og fræðslu. Einnig má hugsa sér að hann fari í heimsóknir á mörg þau svæði út um land þar sem nú er einna mestur uppgangur í frjálsum í])róttum.” -Það má þá vera ljóst að hér erekki mjög mótað starf á fcrð sem Guðmundur er að taka að sér. “Það cr okkur vel ljóst. En þclta cr í fyrsta sinn sem ráðinn er landsliðsþjálfari hér á landi mcð þessum hælti og við viljum ekki fara að byggja fyrir fram eitthvert kcrfi sem stenst síðan ekki. Við viljum að því leyti spila þetta nokkuð eftir hendinni. Hans verksvið verður því fyrst og fremst að sjá um úrvalshópana í ráðgefandi hlutvcrki.” -En má ekki búast við að samband við marga frjálsíjiróttaþjálfara verði nokkuð erfitt á næstunni, í ljósi þeirra umræðna sem voru í blöðum í kjölfar ráðningar Guðmundar scm landsliðsþjálfara? “Ég á nú von á að tíminn græði þau sár sem þama hafa opnast. Allir bcrum við hag frjálsí{)róttanna hér á landi fyrir brjósti. Þú áu líkast til við Englendinginn sem Þráinn Hafsteinsson ncfndi í blaðaviðtali. Ég þckki til þessa manns. Hann er mjög fær maður en okkur fannst rétt að það væri valinn íslendingur í þetta starf. Nú, mér þykir ekki óeðlilegt að Guðmundur snúi sér til þeirra manna sem við höfum nefnt hér að framan auk fleira fólks. Það má telja upp svo marga, Gun- narPál Jóakimsson, Helgu Alfreðsdóttur, Maríu Guðnadóttur og þannig má áfram telja.” -Nú hcfur mörgum orðið tíðrætt um frjálsíþróttamót hér á Reykjavíkur- svæðinu og hvers vegna þau séu ætíð svona illa sótt. “Það er rétt að frjálsíþróttamótin hafa ekki vcrið afskaplega vel sótt undanfarin ár. Það þarf auðvitað að vanda betur til þeirra en gert hefur verið og kynna þau betur í fjölmiðlum. Þá er nauðsynlegt, til þess að ná upp áhuga fólks, að halda tvö til þrjú stórmót á sumri og tryggja þá að allt okkar besta fólk mæti. Þróunin hefur nefnilega verið sú að okkar besta frjálsíþróttafólk hefur verið erlendis við nám og æfingar og hefur þá gengið í gegnum stranga þjálfunar- og keppnisáætlun og álag. Þetta fólk hefur því oft verið {ireytt og ófúst að taka þátt í stórmóti þegar það kemur heim. Ég get nefnt mót 18. júní sem við erum að vinna að. Við höfum oft verið með 17. júní mót í Laugardalnum en nú er orðið svo mikið um að vera á þeim degi að okkur {)ótti heppilegra að hafa það daginn eftir. Við stefnum að því að fá fræga íþróttamenn í kastgreinum, til dæmis í spjótkasti og kringlukasti, og erum í samstarfi við Véstein Hafsteinsson og Einar V ilhjálmsson um það en þeir eru nú erlendis við æfingar. íslandsmeistaramólið er viku eftir 18. júní mótið og við ætlum því meiri reisn nú en oft áður. Það var samþykkt á síðasta Frjálsíþróttaþingi að frjálsíþróttafólk sem stefndi á landsliðið yrði að taka þátt í þessu móti til að eiga möguleika. Það verða að vera gildar afsakanir til að það fái frí.." Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.