Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1988, Page 35

Skinfaxi - 01.04.1988, Page 35
Afmæli UMFÍ akstur bannaður að nauðsynjalausu utan vega og merktra slóða. Samt heimila umferðarlög skráningu slíkra tækja, eins og t.d. fjórhjóla. Hér verður að taka í taumana áður en í mcira óefni kemur. Þar þurfa ungmenna- og iþróttafélög að beita áhrifum sínum. Mengun af rusli og hávaða Annar ógnarvaldur fyrir umhverfið er mengun af margvíslegu lagi. Þar er ruslið mcst áberandi og tengist m.a. ferðamennsku og útilegum. Einnota umbúðir auka á vandann og sá ósiður að brjóta glerflöskur á víðavangi. Talsvert hefur áunnist í að brey ta viðhorfi fólks og bæla umgengni með fræðslu og áróðri. Setja þarf reglur um einnota umbúðir og koma á endurvinnslu á úrgangi. Hávaðamengun er tilfinnanleg hérlcndis, bæði innan dyra og utan. Vélsleðar eiga t.d. ekki heima á útivistarsvæðum fyrir skíðafólk. Hávær hljómflutningur er truflandi og skaðlegur. Umferðarhávaði hvimleiður og raskar ró manna. Uti í náttúrunni þurfa hennar eigin raddir að geta notið sín. Þess er að vænta að innan skamms verði settar reglur til varnar gegn hávaðamengun. Almenningsálitið þarf að hjálpa til við að halda hávaðaí skefjum. Auka þarf stuðning við æskulýðsstarf Afar brýnt er að samfélagið auki stuðning við æskulýðs- og íþróttastarf í landinu. Það er mjög óheppilegt að ungmenna- og íþróttahreyfingin þurfi að halda sér uppi á snöpum og með fjáröflun af úti- samkomum, þar sem markmiðið er fyrst og fremst að hala inn peninga. í stað þess þyrfti að koma á skemmtunum sem minna láta yfir sér og þar sem unglin- garnir sjálfir leggja silt af mörkum sem skapandi þátttakendur. Sveitarfélög þyrftu að geta lagt meira til æskulýðsstarfsemi, m.a. með launuðum verkefnum til umhverfisbóta og fegrunar. Á friðlýstum svæðum er verk að vinna fyrir æskufólk, m.a. við gangstígagerð. Til þess að það fari vel úr hendi þarf góða verkstjórn og undirbúning, og allt kostar það nokkurt fé. Við skógrækt og uppgræðslu er einnig verk að vinna og fátt er hollara æskufólki en að eiga þar hlut að máli. Hér hefur verið stiklað á fáeinum atriðum varðandi tengsl æskufólks við umhverfi og óbrotna náttúru. Á því sviði bíður Ungmennafélags Islands mikið og verðugt verkefni. Margt hefur þar verið vel unnið í hálfrar aldar starfi félaganna. Nú er að læra af reynslunni og laga starfsemina að breyttum tímum. Hjörleifur Guttormsson. . ^ | Einkareikningur Landsbankans 1 er tékkareikningur sem tekur öðrum framz Háir vextir, kostur á I 1 yfirdráttarheimild, lániogmargvís- legri greiðsluþjónustu. Reikningur sem er saminn að þínum þörfum í nútíð og framtíð. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.