Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 4
Ingólfur Hjörleifsson Hvers virði er unglingastarfið? „Bestaknattspymuíelagáíslandi." Þettaer aðal efnið í blaðinu að þessu sinni. Hvar stendur knattspymustarfsemin hæst á landinu núna, hjá hvaða félagi? Þessi umfjöllun hófst á síðasta ári og vakti mikla athygli. Auðvitað verður svona merkimiði alltaf dálítið vafasamur. En eins og tekið er á efninu í Skinfaxa er mjög forvitnilegt að skoða stöðu félaganna. Það er ekki aðeins tekið á meistaraflokknum, toppnum á ísjakanum, heldur er rakinn árangur yngri flokkanna og þeim gefxn stig, þvífærri stig semþeirstandasigbetur. Þarað auki heildarstig félaganna út frá frammistöðu allra flokka, á síðasta sumri en eínnig þrjú ár aftur í tímann. Þessi listi sýnir óumdeilanlega fram á mikilvægi þess að halda uppi öflugu unglingastarfi. Dæmi; Meistaraflokkur KR dalaði nokkuð á síðasta áratug og þessum sem er að líða. Það kom þó ekki niður á yngri flokkunum. KRingar héldu ótrauðir áfram því starfi og virðast síðustu tvö ár vera að uppskera ávöxt þess í meistaraflokkí félagsins. í þessu eru reyndar kvennaflokkar ekki taldir með. Ef þeir væru settir inn í þessa heildarstigagjöf riðlaðist all mikið sú mynd sem gefm er upp af knattspymufélögunum. Víða eru kvennaflokkar í knattspymunni sem taka samt ekki þátt í íslandsmóti og víða eru félög sem standa vel að vígi. Þessi félög era kannski með gott unglingastarf fyrir karlpeninginn lítið sem ekkert fyrir stúlkur. Stundum er ástæðan hreinn slóðaskapur gagnvart kvenfdlkinu en víða hefur verið reynt en ekki gengið að koma á stöðugu kvennastarfi íknattspymunni. Ástæðan fyrir því árangursleysi á sér auðvitað dýpri rætur en áhugaleysí hjá konum. Því væri óréttlæti að láta það bitna á annars viðkvæmum lista. Úr þessu verður hins vegar bætt í næsta blaði. IH Útgefandi: Ungmennafélag íslands. - Ritstjóriingólfur Hjörleifsson. - Ábyrgðarmaður: Pálmi Gíslason. - Stjóm UMFÍ: Pálmi Gíslason, fonnaður, Þórir Haraldsson, varaformaður, Þórir Jónsson, gjaldkeri, Guðmundur H. Sigurðsson, ritari. Meðstjómendur:Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngvason, Sigurbjöm Gunnarsson. Varastjóm: Magndís Alexandersdóttir, Hafsteinn Pálssson, Matthías Lýðsson, Sæmundur Runólfsson. - Afgreiðsla Skinfaxa: Öldugata 14, Reykjavík, S:91 -12546 - Setning og umbrot: Skrifstofa UMFÍ. - Prentun: Prentsmiðjan Oddi. - Pökkun: Vinnustofan Ás. Allar aðsendar greinar er birtast undir nafni eru á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins eða stjómar UMFÍ. 4 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.