Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 34
Viðhorf Maðurinn leggst á sveif með eyðingaröflunum, jeppaakstur utan vega. Ljósmynd, Landvernd. „Afjörðu ertu kominn " Matthías Lýðsson, stjórnarmaður í UMFÍ, skrifar Viðhorfsgrein að þessu sinni, um umhverfismál Á undangengnum misserum hefur mikið verið rætt og ritað um umhverfismál. Hér á landi hefur mest verið fjallað um gróðureyðingu, mengun af völdum sorps og hættulegra efna í iðnaði og landbúnaði, svo ekki sé minnst á hvalamálið. Eða með öðrum orðum, sambúð lands og þjóðar. Það er á stefnuskrá ungmenna- félagannaaðvinnaaðbættri umgengni við landið og á síðasta Sam- bandsráðsfundi UMFI að Logalandi, voru samþykktar einar fjórar tillögur um þennan málaflokk. Það er í samræmi við þá vakningu sem orðið hefur í þessum málum. Góðu heilli finnur fólk fyrir innri þörf til að bæta fyrir “vanrækslusyndir” genginna kynslóða og ef til vill gera betur. Ekki hefur verið mikið fjallað um þessi mál í því ágæta tímariti sem þú hefurnú íhöndum. Mig langarþvítil að drepa hér á örfá atriði, ef það mætti verða til að vekja til umhugsunar og jafnvel til að lesari færði eitthvað til betri vegar hjá sér. Gróöurvernd - landeyðing Nú er málum svo háttað að rifrildið um hverjum landeyðing sé að kenna, hve mikil og hve víða, er nánast hjakk í sama farinu. Steingeldar umræður, svona eins og tveir menn hafi ætlað að hittast í þoku en farist á mis. Þeir standa svo hvor á sínum hól og æpa svo hátt úr í þokuna að hvorugur heyrir í hinum. Er nú ekki kominn tími til að hætta að karpa um orðna hluti, snúa bökum saman og skilja að þetta er mál okkar allra? Nú ( ekki á morgun ) þurfum við að segja: Svona er ástandið, við erum sammála um að þetta séu leiðirnar til úrbóta og hverju á að kosta til. Gróðureyðing orsakast af mörgum þáttum sem oftar en ekki eru samverkandi. Svosem: Jarðvegsgerð - hita - úrkomu - beit og að mannavöldum. Það er ljóst að enn sem komið er að minnsta kosti ráðum við ekki við náttúruöflin, en tveim síðasttöldu þáttunum má stjórna, þ. e. beit og gróðureyðingu af mannavöldum. Gróðri er eytt með jarðvegsnámi, átroðningi á viðkvæmun ferðamannastöðum, virkjunarframkvæmdum o.fl. Beiter að völdum: hrossa, sauðfjár, hrein- dýra og gæsa. Á öllum þessum þátttum má hafa stjórn, en það er mikilvægt að landsmenn geri upp við sig og nái samstöðu um hverju skal kosta til. Ymsarleiðireru hins vegartil bóta og margar hafa þegar verið fram- kvæmdar með allgóðum árangri. Meðal úrræða má nefna: Friða land, bera á, sá ítil að hefta fok. Hólfa niður land til að stjórna beitarálagi. Auka nýtingu beitarsvæða á láglendi til hrossabeitar. Halda hreindýrastofni og gæsum innan hóflegra marka. Hugsanlega mætti framkalla úrkomu á þessum rofsvæðum með efna- fræðilegum aðferðum. Loksmánefna að taka upp styrki til þeirra landeigenda sem græða upp land. Sjómengun. Veruleg mengun er af völdum úrgangs frá neysluþjóðfélaginu, s.s. umbúða úr plasti og áli. Hér á landi 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.