Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 26
Arnar Grétarsson
hjá Manchester United
Arnar Grétarsson. „Þessar stjörnur í Manchester United komu már á óvart
með það hvað þeir voru léttir oog skemmtilegir, engin merkilegheit.".
„Þetta byrjaði kannski ekki vel. Það
gleymdist nefnilega að sækja mig á
flugvöllinn í Manchester.
Eg bjóst við að sjá mann haldandi á
spjaldi með mínu nafni eða kannski
ManchesterUnited. Þarvarhins veg-
ar enginn og ég var hálfgerður
strandaglópur. En svo bjargaðist þetta
nú og í heildina séð var þetta mjög
skemmtilegur og fróðlegur tími.”
Það er Breiðabliksmaðurinn Amar
Grétarsson, einn efnilegasti knatt-
spymumaður landsins, aðeins 17 ára
sem er að segja frá komu sinni til eins
frægasta knattspyrnuliðs heims,
Manchester United. Þessi heimsókn
varð að veruleika íkjölfar heimsóknar
Bobby Charltonshingaðtil landsseint
í vetur.
„Eg var þarna í sex daga, kom á
mánudegi og var til sunnudags. Eg
fór strax á þriðjudagsmorgun á æfingu
með aðalliðinu en síðan var æft aftur
síðdegis, þá með varaliðinu. Þannig
gekk þetta út vikuna fram að helginni.
Þá var farið á leik á Old Trafford.”
Viötökur stjarnanna
Og hvernig tóku nú stórstjörnurnar
sem við þekkjum úr sjónvarpinu á
móti þér; Mark Hughes, Norman
Whiteside, Brian Rohson og Viv
Anderson?
Það var tekið mjög vel á móti mér af
öllum. Eg ræddi lengi við
framkvæmdastjórann, Alex Ferguson
á mínum fyrsta degi í Manchester.
Mér fannst strax eins og ég væri einn
úr hópnum. Það er afskaplega
afslappað og þægilegt andrúmsloft í
liðinu, hvort sem um er að ræða
stórkallana eða ungu strákana. Þetta
eru allt mjög skemmtilegir menn með
skopskynið í lagi. Það var kannski
helst Mark Hughes sem blandaði lítið
geðiviðmenn. En mérsýndistað það
hafi alveg eins getað verið feimni
frekar en einhver hroki. Hann virtist
dálítið lokaður. Hann hló með að
góðum bröndurum en hafði sig annars
mjög lítið í frammi.
Eg hafði mest samskipti við
varnarmanninn Steve Bruce. Við
lentum svo til alltaf saman í liði á
æfingum og hann er mjög opinn og
rosalega hress. Og mjög hvetjandi
líka. Það var reyndar einkennandi á
þessum æfingum hjá aðalliðinu. Ef
einhvergerði góðan hlut fékk hann að
heyra það rækilega. Svo var auðvitað
gert grimmt grín ef einhver klikkaði,
t.d. sólað í gegnum klofið. Það var
mjög góður hópandi og léttleiki.
Gagnvart mér voru þeir mjög
forvitnir, ég þótti svolítið sérstakur að
vera kominn alla leið af Islandi,
kallaður Ismaðurinn og spurður um
veðrið og svo framvegis. Það má
kannski segja að það hafi komið mér
dálítið á óvart hversu hressir og
skemmtilegir þeir voru. Eg átti alveg
eins von á því að þessar stjörnur héldu
sig dálítið sérog væru jafnvel svolítið
stórir upp á sig. En það var þvert á
móti.”
Gat ekki keppt
Kepptirðu eitthvað með Manchester
United?
„Eg átti að fá að keppa með eins
konar unglingaliði í keppni sem haldin
er á hverjum vetri. En þegar til átti að
taka hættu þeir við það, héldu að það
gætu orðið vandræði að láta mig taka
þátt í opinberri keppni þar sem ég léki
að staðaldri með meistaraflokksliði
Breiðabliks. Manchester United er
með þrjú lið, fyrst er það aðalliðið, þá
varaliðið sem er geysisterkt og síðan
n. k. unglingalið. Þar eru strákar á
aldrinum 16 eða 17 ára til 19 ára,
oftast eru þessir strákar á e.k.
reynslusamningi. Eg bjó með þeim á
heimili, rétt hjá æfingasvæðinu. Við
æfðum ekkert á aðalleikvanginum,
Old Trafford.
En hvernig voru nú œfingarnar,
hvernig fóru þœrfram?
„Þetta voru léttar æfingar þar sem
svo langt er liðið á keppnistímabilið,
menn kannski orðnir þreyttir. Menn
eins og Hughes og Robson, þeir voru
bara að skokka, svo var yfirleitt skipt
í lið og spilað. Eins og Ferguson
sagði; „Það er kominn sá tími
ieiktímabilsins að menn vilja hafa
26
Skinfaxi