Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 15
Knattspyrna Fylkismenn í leik gegn ÍBV síðasta sumar. Fylkir leikur í 1. deild í sumar og er í 13. sœti Skinfaxalistans. ÍBVgekk ekki jafn vel, meistaraflokkurinn slapp naumlega við fall í3. deild. Valur Reykjavík og Reyðarfirði Þetta sýnir einnig svart á hvítu hvað stjórnarmenn og þeir sem starfa á vegum félagsins þurfa að halda vel á spöðunum í félagslegri virkni til að ekki fari allt úr böndunum. I Reykjavík horfir það allt öðru vísi við þótt fjórir aðilar hverfi úr stjórn. Möguleikarnir á fólki í staðinn eru eins og svart og hvítt fyrir Val í Reykjavík eða Val á Reyðarfirði. Knattspyrnan er ein vinsælasta íþróttagreinin á Islandi sem og víðast íheiminum. Virkiriðkendurerufleiri en í nokkurri annarri grein hér á landi og óvirkir þátttakendur (áhorfendur) eru einnig fjölmennir. Einkum og sér í lagi þegar vel gengur. En það nær enginn árangri í knattspyrnu nema vel sé að öllum málum staðið. Þettaá við jafnt innan sem utan vallar, jafnt innan félags sem og hjá viðkomandi sambandi. Óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf félagsmanna hefur bjarga mörgu félaginu fyrir horn. KSÍ stendur nú höllum fæti fjárhagslega en engin ástæða er til að draga í land heldur að auka sókn á ný mið. Það verður hins vegar að teljast skref aftur á bak að gefast upp á vissum sviðum þó á móti blási. í stefnumótun KSI til aldamóta er markmiðið að íslensk knattspyma komist í fremstu röð á alþjóðmælikvarða. Þaðeruaðeins 11 ár til aldamóta. Efviðdrögumsaman seglin nú förum við sex ár aftur í tímann. Yngri landsliðin er nú svelt og kvennalandsliðið hefur verið lagt niður. Svona vinnumáti setur ísland ekki í fremstu röð eftir 11 ár. í framhaldi af þessu má benda á að samkvæmt töflu hins virta knatt- spyrnutímarits World Soccer, var íslenska knattspyrnulandslið karla heldur aftarlega á merinni á síðasta ári. ísland var í 20. sæti árið 1987 en er nú komið í 31. sæti af 35 þjóðum á listanum. Það er ekki hugsað á sama veg á öðrumbæjum íslenskra íþróttagreina. Körfuknattleiksmenn, handknatt- leiksmenn, skíðamenn, sundmenn og fleiri hafa ekki búið við neitt umtalsvert betri fjárhag en unnið mikið á alþjóðlegum vettvangi. Knattspyrnufélögin dragaekki sarnan með þessum hætti og eiga auðvitað ekki að gera það. Þó fjárhagurinn sé slærnur eitt árið er hægt að vinna það upp með hugmy ndaríki og um fram allt dugnaði í fjáröflun. Þetta hefði átt að vera númer eitt á þingi KSI í vetur. Ellert Schram sagði í útvarpi fyrir skömmu að stjórn KSI framkvæmdi aðeins það sem knattspyrnufélögin ákveða á þingi KSÍ. Það er auðvitað rétt en stjórn KSI getur haft frumkvæðið í svona málum ef þeir hafa vilja og festu til þess. IngólfurHjörleifsson Sigurður Þorsteinsson Aðalsteinn Ömólfsson Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.