Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 13
hvað þessi mannaskipti varðar er hvemig þjálfarinn, Hörður Helgason, nær að stilla strengi meistaraflokksins. Fyrirmyndaraöstaöa hjá ÍA Akurnesingar standa sterkir félagslega sem og knattspyrnulega. Aðstaðan má vera öðrum til fyrirmyndar, tveir nýir grasvellir bættust við íþróttasvæði þeirrasíðasta sumarásamt nýju íþróttahúsi og nýrri sundlaug. í gegnum árin hefur verið staðið vel að uppbyggingu yngri ilokkanna á Akranesi. Þrátt fyrir miklar blóðtökur í meistaraflokki hrepptu þeir bronsverðlaun í Islandsmótinusíðastasumar semgaf af sér sæti í Evrópukeppni félagsliða. Mikið af ungum mönnum kemur upp og þeir standa sig vel í meistara- llokknum. 2. tlokkur félagsins slapp naumlega við fall í B riðil íslandsmótisins (unnu Fram á markatölu). 3. flokkurinn vann aftur á móti B riðilinn og lenti í 3. sæti á Islandsmótinu. 4. flokkur lenti í 3. sæti í sínum riðli og hafnaði í 5. sæti mótsins. 5. flokkurinn lenti í ó.sæti ísínumriðli. Þráttfyrirmisjafnt gengi flokkanna síðasta sumar verður að segja þegar á heildina er litið að mikill stöðugleiki er í knatt- spyrnubænum Akranesi. Topp 10 Ef hægt er að tala um topp tíu lista eru Stjarnan og FH í nokkurri uppsveiflu. Sama má segja um Breiðablik. Stjarnan ferupp um um 4 sæti. Lið sem er að koma upp í 2. deild. FH fer upp um 3 sæti. Hjá þessum félögum hefur yngri flokka starfið blómstrað. Sem dæmi um mikilvægi yngri tlokka starfsins má benda á að ÍR dró reyndar 3. flokkinn úr öllum mótum. Ef það hefði ekki gerst væru þeir í 10. sæti á listanum. Þeir eru hins vegar vegna þessa í 20. sæti. Það er auðvitað mikill veikleiki að hafa ekki heilan flokk í mótum ársins. Styrkleiki efstu liða hefur aukist. 10 efstu liðin voru '87 með 3ll stig samanlagt. Nú eru þau með 291 sent (því færri stig í útreikningnum, því betra). Þór bætir stöðu sína, fer úr 6. sæti í Knattspyrna það5. KAfellurafturámótiúr7.í 12. sæti. Þetta kemur kannski þvert á skoðun fólks á Akureyrarliðunum, að KA hafi t.d. sterkari meistaraflokk. KA varð í 1. deild karla í 4. sæti, þeir virkuðu auk þess mjög sterkir undir lok Islandsmótsins síðasta sumar. Þór varð hins vegar í 6. sæti. En yngri flokkamir skila sér mun betur hjá Þór eins og sjá má á listanum. Kvennaflokkarnir eru ekki inni í þessumútreikningi einsogáðursagði, þeir standa sig aftur á móti mjög vel hjá KA. Hörkubarátta í leik IK og Stjörnunnar. Galli í reikningi Helsti gallinnástigaútreikningunum í þessum Skinfaxalista um stöðu knattspyrnunnar er sá að hann dregur hugsanlega þessi tvö félög niður. Liðin eru í svonefndum Norður- landsriðli sem er gefið vægi 2. deildar þar sem styrkleikinn er ekki sá sami og á suð-vesturhorni landsins. Þessi félög hafa liins vegar verið í góðri uppsveillu á undanförnum árum. IBK fellur ífyrsta skipti í mörg ár úr topp tíu, úr9. í 12. sæti. Keflvíkingar hafa reyndar verið frá 1985 á niðurleið. Fyrir þó nokkrum árum síðan áttu þeir geysi sterka yngri flokka. Svo virðist sem áherslan hafi síðan verið æ minni á þá flokka. Stjómun hefur ekki gengið sem best upp á síðkastið, á síðasta ári var skipt um stjórn og hlýtur meginverkefnið að vera að fá gott fólk á allar vígstöðvar og hleypa nýju blóði í yngri flokka starfið. Félög á uppleið Ef litið er á félögin í 10. til 20. sæti má sjá að þar eru lið úr 1.2. og 3. deild á uppleið, t.d. Fylkir, KS og ÍK. Það Tvöfélög á uppleið. Mbl. mynd. síðastnefndaferúr24. sæti 1987 í 17. sæti '88. Mestu munar þar auðvitað að þeir voru með 2. flokk í keppni síðasta sumar sem þeir höfðu ekki sumarið 1987. Og annar flokkurinn stóð sig vel. Reyndar gerðu það allir flokkarnir hjá ÍK. Samkvæmt Skinfaxatöflunni eru það því yngri flokkamir sem íleyta IK ofar á töfluna þar sem meistaraflokkurinn fær tveimur stigum minna árið 1988 en árið á undan. Þetta er mjög góðs viti hjá ÍK. Það er yngri flokka starfið sem skiptir máli þegar á heildina er litið. KS bætti við 2. flokki síðasta sumar Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.