Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 21
USVH USVH Lítið samband Blómlegt starf US VH er með minni samböndum, íþróttaiðkendur eru núum 1400manns. Vinsælustugreinareruknattspyma, frjálsíþróttir og sund. Sundfólk innan USVH, sérstaklega á Hvammstanga hefur náð góðum árangri, eins og kemur fram annars staðar í blaðinu. En íþróttir eru ekki hið eina sem unnið er á sambandssvæðinu. Nefna má spurningakeppnir sem haldnar eru milli hreppanna árlega og eru vinsælar. Félögin standa auðvitað fyrir ýmis konar samkomum Þá eiga USVH menn þátt í ungmennabúðunum sem voru að Reykjum við miklar vinsældir. Það fyrirkomulag er nú liðið þar sem komnar eru skólabúðir ogEdduhótel áReyki. Þeirsem stóðu aðsumarbúðunum voru ekki ánægðir með hvernig kerfið meðhöndlaði Eyjólfur Gunnarsson á skrifstofu USVH á Hvammstanga.. „Það er að mörgu leyti nokkurt millibilsástand lijá okkur núna. Þetta eru t.d. sumarbúðirnar á Reykjum, eins og stendur", segir hann og vísar í kassana að baki sér. USVH og fleiri héraðssambönd hafa nú misst aðstöðu sína til sumarbúðareksturs á Reykjum í Hrútafirði. starfsemina. Öryggiskröfur voru sagðar veraekki nægilegar en eftir því sem þeir best vita hefur ekkert breyst í þeim efnum. „Viðleitumnúaðheppilegumstaðfyriráframhaldandi sumarbúðir og það er ekki komið á hreint enn", segir Eyjólfur Gunnarsson, formaður USVH, í samtali við Skinfaxa. I rútu á œfingar Ungmehnasamband Vestur- Húnvetninga stendur fyrir dálítið óvenjulegri starfsemi í tengslum við skólana í sýslunni. Málið er þannig vaxið að Ungmenna- sambandið er með rútu á sínum snærum sem kemur við í nokkrum skólum, þ.á.m. Laugabakkaskóla og Hvammstangaskóla og ekur þeim krökkum sem áhuga hafa á æfíngar að Reykjum í Hrútafirði. Eyjólfur Gunnarsson, formaður USVH: „Þetta hefur reynst geysilega vel. Það er mikill fjöldi krakka sem notfærir sér þetta. Foreldrar losna við að aka sjálf með áhugasama krakka sína og sækja eða koma sér saman við aðra um að sækja þá. Rútan fer svo til sömu leiðir og skólabíllinn.bíðureftirkrökkunum utan við skólana og skilar þeirn heim til síneftiræfingar. Auðvitað fylgir þessu ákveðinn kostnaðuren meðan við höfum nokkurt Þegar Skinfaxi varáferð f V-Húnavatnssýslu voru fáir með aftngarútunni þar sem undirbáningur undir árshátíð stóð víða yfir og aðrir voru á képpnisferðalági, tjárhagslegt bolmagn til þess að gera þetta munum við halda því áfram.” En þetta fyrirkomulag gildir ekki aðeins með ftjálsíþróttaæfingar á Reykjum. Þetta er alveg eins með sundæfingar á vegum Kormáks á Hvammstanga sem eru í umsjá Flemmings Jessens. „Þetta fyrirkomulag er einu sinni í viku og hefur verið fráþví um áramót”, segir Flemming. „Það er álitlegur hópur sem kemur á þessar æfingar og ég er að vona að þetta skili sér í meiri fjölda á æfingum að staðaldri. En þetta er náttúrulega í startholunum ef svo má segja, reynslan er ekki mikil enn þá.” Flemming segir að það sem helst hafi staðið í vegi fyrir að þetta gengi snurðulaust sé tíðarfarið sem hefur veriðmeðeindæmum slæmt eins og menn vita. „Við erum búin að fara á þrjú sundmót á þessu ári og höfum verið veðurteppt á tveimur þeirra, á KR mótinu í Reykjavík og eins á móti í Borgarnesi”, sagði Flemming. Fram yfirmiðjan apríl hefur ver- ið mikið fannfergi fyrir norðan, einsogfólkveit. Yfirleitthefurþó USVHbíllinnkomistleiðarsinnar. IH Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.