Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 28
UMSE Að fá sem flesta með Rætt viö Jóhann Ólafsson, formann UMSE, um félagsmál, Landsmót og fleira. Jóhann Ólafsson hefur nú verið formaður UMSE í eitt kjörtímabil og var endurkjörinn formaður á síðasta þingi sem var í mars síðastliðnum. Jóhann býr ásamt konu sinni Unu Maríu og sex bömum á Ytra-Hvarfi í Svarfaðadal. Jóhann var fyrst spurður hver væru helstu markmiðin hjá UMSEmönnum fyrir næstu misserin. „Fyrst og fremst er það Landsmótið sem við höfum stöðugt í augsýn og höfum tekið stefnuna á. Þá sérstaklega frjálsar íþróttir. Við höfum ráðið góðan þjálfara, Jón Sævar Þórðarson, og væntum við okkur mikils af hans starfi. En auðvitað er það ekki aðeins frjálsar íþróttir sem við erum með hugann við þó þær hafi alltaf skipað stóran sess hjá UMSE og séu fyrirferðarmiklar á Landsmótum. Hvað varðar aðrar greinar getum við nefnt knattspyrnu sem er í mikilli uppsveiflu á svæðinu. Fá sem flesta á Landsmótiö Einnig skákina sem er rótgróin hér í firðinum. Við eigum titil að verja frá síðasta Landsmóti, Skinfaxastyttuna. Við ætlum að styðja vel við skákmennina og sérstaklega þó að auka breiddina í starfinu. Bæði hvað varðar greinar á Landsmótinu og þáttöku í þeim en einnig að vera „meiri á velli”, ef hægt er að segja svo. Við ætlum að ná upp góðri stemmningu í tengslum við Landsmótið. Fá sem flesta þátttakendur sem við teljum eiga erindi í Mosfellsbæ en einnig hafa góðan stuðningsmannahóp. Það má einnig nefna blakið sem til margra ára var mikið stundað hér. Við vorum jafnvel leiðandi í blaki utan Reykjavíkursvæðisins. Nú er það nokkuð stundað á Dalvík. Þá bendir allt til að íþróttahúsið á Hrafnagili verði tekið í notkun í haust og við bindum vonir við að þá komi þaruppáhugifyrirblaki. Viðstefnum að því að senda gott blaklið á Landsmótið í Mosfellsbæ. Þá er sundið að komast vel af stað. Við munum koma til með að eiga vel frambærilegt sundlið á Landsmótsári. Okkur Eyfirðingum er minnisstætt frá Landsmótinu á Húsavík sú mikla samkennd sem var hjá keppendum og fylgdarliði öllu. Þetta ætlum við að aukaennfrekarfyrirnæstaLandsmót. Við megum ekki gleyma því að Landsmótið snýst ekki síst um að vera með og njóta þeirrar uppifunar og reynslu sem Landsmótin eru og verða alltaf. Við viljum að sem flestir verði aðnjótandi þessarar reynslu.” Auka Félags- málafræösluna Að Landsmóti slepptu, hvað er þá annað á dagskrá hjá ykkur? „Það er alltaf stór þáttur hjá UMSE eins og öðrum samböndum að fylgjast með starfi félaganna", segir Jóhann. „Styðjaþauog styrkjaístarfi sínu. Nú þykirokkursem mikilvægt sé aðauka félagsmálafræðsluna á svæðinu. Okkur sýnist vera mikil nauðsyn á að „mennta” fólk, ungt sem eldra, í félagsstörfum. Núna á síðasta þingi vorum við svo heppin að fá félagsmálakennarara inn í stjórn UMSE sem var þegar gerður að tengilið svæðisins við Félagsmálaskóla UMFÍ. Þetta er Katrín Sigurjónsdóttir, Borgfirðingur að ætt sem komin er í Eyjafjörðinn og það vill svovel tilaðhúnersérstaklega Kristinn Kristinsson, framkvœmda- stjóri UMSE. menntuð á þessu sviði. Og nú ætlum við að vinna vel að því að þessi mál komist í gott lag. Það verður að segjast eins og er að þau hafa ekki verið í góðu lagi Jóhann afhendir Daníel Hilmarssyni, Skíðafélagi Dalvíkur , viðurkenninguna fyrir titilinn íþróttamaður ársins hjá UMSE. 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.