Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 32
Stelpurnar út undan Rætt við mæðgurnar Auði Jóhannesdóttur og Ingibjörgu Ósk Ólafsdóttur en Ingibjörg hefur verið útilokuð frá keppni með félögum sínum, strákunum í 5. flokki KA í handknattleik Ingibjörg ásamt bróður sínum, og móður sinni Auði Jóhannesdóttur. „Það sem er verst í þessu óréttlæti er að það á sér ekki lagalega stoð. Þeir sem standa fyrir þessu banni eru á algjörum brauðfótum með sinn málflutning”, segir Auður Jóhannesdóttir, móðir Ingibjargar Olafsdóttur, tíu ára stúlku sem er með eindæmum efnilegur íþróttamaður. Ingibjörg leikur handbolta og knattspyrnu í KA með drengjaflokki, að jafnaði í 5. flokki en einnig með eldri flokkum, jafnvel með 2. flokki í knattspyrnu kvenna. Ingibjörg varð það sem stundum er nefnt „fjölmiðlamatur” í haust þegar henni var meinað að leika með 5. flokki karla í handbolta í Islandsmótinu. „Þetta er svo röng hugsun”, heldur Auður áfram þegar við erum búin að koma okkur fyrir í KA heimilinu á Akureyri til að spjalla um þetta mál. „Við getum tekið Tomma mótið sem haldið var í Vestmannaeyjum sem dæmi. Þarfástelpurnaraðleikameð strákunum. Þá er það allt í einu í lagi þó um nákvæmlega sömu aldursflokkaogliðséaðræða. Þegar það heitir aftur á móti Islándsmót er alltannaðuppiáteningnum. Þamaer mjög grunsamleg röksemdafærsla á ferðinni. Þessir forráðamenn sem standa fyrir þessu þurfa auðvitað ekki að óttast að það komi fleiri hundruð stelpur til að keppa. A meðan reglurnar segja ekki beinum orðum að stelpum sé bannað að keppa með strákum á Ingibjörg alveg eins að fá að komast í lið með strákunum þegar hún eralvegjafn góð ogjafnvel betri." Minna gert fyrir stelpurnar „En staðreyndin erbara sú að það er gertmikiðminnafyrirstelpumar. Það er auðvitað grundvallaratriði í þessu máli. Það er hægt að sjá dæmi þess jafnt í yngri flokkunum sem í landsliðsklassa.” Tildrögin að þessu máli eru í grófum dráttum þau að það var haldin riðlakeppni í Islandsmóti karla (drengja), í 5. flokki (11 til 12 ára) á Akureyri. Ingibjörg var beðin að keppa með liðinu. Reyndar var þetta flokkur fyrir ofan hana í aldri þar sem hún er aðeins tíu ára. Það voru sex lið í keppninni, flest öll að sunnan, Valur, Fram, IBV og svo framvegis. KA vann riðilinn, Framaramir komust ekki áfram úr riðlinum og þeir eru þeir einu sem kærðu það að Ingibjörg skyldi keppa með KA liðinu. Þeir gerðu það hins vegar ekki fyrr en sólarhring of seint. Af þessum orsökum sækir KA um leyfi fyrir Ingibjörgu um að fá að keppa áfram með drengjunum, svo hún verði nú ekki kærð aftur. Svarið frá HSI er þá neitun á að hún keppi með, á þeirri forsendu að hún sé kvenkyns og megi ekki keppa með strákunum. Engin lög „Það eru hins vegar engin lög innan HSI sem við þekkjum um mál sem þetta", segir Auður. „Það sem stuðst ervið snertirnafnið áflokknum. Þetta heitir karlaflokkur, því má Ingibjörg ekki leika með." Þær mæðgur eru auðvitað ekki sáttar við þessa meðhöndlun mála. „Þetta erenginnkarlaflokkur”, segir Auður. „Þetta eru 11 og 12 ára gömul böm. Ingibjörg: „Það er enginn 5. og 6. flokkur hjá stelpum. Eg gæti kannski haldið mig í4. flokki kvenna. Boltinn er hins vegar stærri og óþægilegri 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.