Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 25
Landsmót * I Mosfellsbœ 1990 Hið nýja merki Landsmóts UMFl í MosfeUsbœ. Höfundur, Ragnar Lár. Ómar Harðarson, nýráðinn framkvœmdastjóri Landsmótsins í Mosfellsbœ árið 1990. Ómar stundar nám í Stjórnmálafrœði við Háskóla íslands. Rœtt verður við Ómar í nœsta Skinfaxa. Nú er rúmt ár til Landsmóts og það fer brátt að taka á sig svip. Eitt af því sem ætíð boðar komu þess er undankeppnin í knattspymu. Hún er haldið sumarið fyrir Landsmót. Það er að segja forkeppni í knattspyrnu karla. Engin forkeppni verður í kvennaknattspyrnunni sem er nú í fyrsta sinn á Landsmóti. Lands- mótshaldarar gera ekki ráð fyrir meira en 10 liðum á Landsmóti. Þeir gera sér þó grein fyrir því að það getur breyst mjög fljótt. Knattspyrnu kvennaeykst stöðugt fiskur um hrygg. Þegar er búið að senda út bréf til aðildarfélaga UMFÍ um tilkynningar í forkeppnina. Þær áttu að hafa borist skrifstofu UMSK fyrir 20. apríl. Reglugerð Landsmóts segir að keppt skuli í þremur riðlum. Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri UMSK sagði í samtali við Skinfaxa að þetta fyrirkomulag verði erfitt í framkvæmd. „Eg sé ekki fram á annað en að þessu verði að breyta. Skiptingin er Suð- vesturlandsriðill(Vestfirðirþarmeð), Norðurlandsriðili og Austurlands- riðill. í þeim fyrstnefnda eru, ef að líkum lætur, 14 lið. Slíkt getur aldrei gengið upp. Enn vitum við ekki hvenær við getum sett hana á eða hvað langan tíma hún tekur. Það fer fyrst og fremst eftir því hversu mörg lið taka þátt í henni. Þetta hefur verið erfitt gagnvart mótanefnd KSÍ og leikjaniðurröðun á mótum sumarsins. En fyrirkomulagið verður líklega komið á hreint í lok maí, eftir stjómarfund UMFÍ." Landsmótsmerkið Það var Ragnar Lár sem hannaði merki Landsmótisins að þessu sinni. Hugmyndin í merkinu er að tengja saman staðinn þar sem mótið er haldið, Kistufellið í Esjunni sem auðvitað mun blasa við Landsmótsgestum. Síðan var hugmyndin að fá UMSK inn í merkið og þaðan er skipið komið. Það er í merki UMSK. Þegarauglýst var eftir hugmyndum að Lands- mótsmerki var tilkynnt að í því ætti að veraeitthvað semminnti á Mosfellsbæ og UMSK. Eins og V íkingurinn var tákn síðasta Landsmóts (sem var nýtt í Landsmótshaldi) verður það Tjaldurinn sem kemur til með að verða tákn Landsmótsins í Mosfellsbæ. Verið er að vinna það á teikniborðinu og er það UMSK maður sem það gerir. Það er Óli Jóhann Daníelsson, gullsmiður en einnig spjótkastari fyrir UMSK. Þess má geta að hann á 7. besta kastið á landsmælikvarða. Jóhann býr nú í Danmörku þar sem hann vinnur að því að útfæra Tjaldinn á ýmsan máta, þ.á.m. með spjót, bolta og svo framvegis. Aöalleikvangurinn Eins og menn vita sjálfsagt verða þau tímamót í íþróttalífi landsmanna að gerviefni verður sett á frjálsíþróttavöllinn í Mosfellsbæ vegnaLandsmótsUMFI. Núerunnið að undirlagi á hlaupabrautir og efnið í þær kemur í sumar. Stefnt er að því að leggja það í júní en veðurenglamir ráða því. Stefnt er að því að taka hann í notkun að fullu í haust. Meira um Landsmótið í næsta Skinfaxa. IH Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.