Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 35
Viðhorf Vindurinn er eilt öflugasta eyðingaraflið í landi okkar, sérstaklega þar sem jarðvegur er ösku- og vikurblandinn. Úr Mýrdal. Ljósmynd Landvernd. má víða rekja sig að sölustöðum á fóðurbæti ( svokölluðum sjoppum ) með því að fylgja ruslslóðum meðfram götunni. Úr því að minnst er á “fóðurbæti” má gjarnan minna á að komist skepnur óhindrað í hann, veikjast þær, fá drullu og drepast. Það tekur nú oftast ekki svo iljótt af hjá mannskepnunni. Víðast hvar við þessa sölustaði eru hinar hefðbundnu grænu rulsafötur alltaf fullarsvoútúr flóir. Raunin er sem sagt sú að það er oft erfitt fyrir ferðamenn að losna við rusl og þarf ekki annað en að aka um vegi landsins, að sumarlagi, til að sjá það. Hvað er til ráða? Það má beita sektum fyrir að henda rusli á almannafæri. Heimildir til þess eru sumstaðar fyrir hendi, en það þarf að beita þeim. Svo mætti hugsa sér að með vissu bili með þjóðvegum landsins ( svona í mátulegri fjarlægð frá sjoppum) væri komið fyrir rusla- gámum sem hægt væri að aka að og losna við rusl, bara með því að rétta hendina út um bílgluggann. Það má líka minnast á að sumt sem við hendum í hugsunarleysi finnst öðrum ny tsamt, t.d. gosflöskur úr plasti 1 - 1,5 1 eru ágætar gróðurhlífar. Plastpokamengunin er hvimleið. Hún er áberandi á fjörum landsins og að sögn sjómanna eru víða flotar af plastdrasli út um allan sjó. Þessi viðbjóður kemur bæði af landi og er hent af bátum og skipum. Það er gleðilegt að sjómenn eru með samstilltu átaki að hætta þessum ósóma og farnir að koma með allt rusl í land og nú mega landkrabbarnir ekki láta sitt eftir liggja. Það mætti endumýta plastpokana. Tilraunirhafa verið gerðar með að steypa girð- ingarstaura úr áburðarpokum og í framhaldi afþvímætti hugsa sérað úr litlu pokunum væru framleiddir blýantar. Það er ef til vill markaður fyrir þá í ónefndri stofnun við Arnarhól. „Af jörðu ertu kominn..." Efni er gætt þeim eiginleikum að það eyðist ekki, heldur breytir aðeins um form. Því sem maðurinn skilar í land eða sjó brýtur náttúran niður og notar í hringrás lífs og dauða. Búmáti hins vestræna heims veldur mikilli upphleðslu úrgangs á takmörkuðum svæðum, svo mikilli að náttúran nær ekki að brjóta úrgangsefnin niður. Þau hlaðast upp og geta valdið eituráhrifum. Þetta getur átt sér stað í iðnaði og landbúnaði. Sem dæmi ná nefna að þetta getur orðið vandamál við fiskeldi. Úr því að minnst er á fiskeldi þá er það blómleg atvinnugrein í víkum og vogum við sunnanverðan Faxaflóa. Út í þessar sömu víkur og voga er dælt ómældu magni af skolpi frá þéttbýlinu. Ætla má að þetta skolp sé að meginhluta lífrænn úrgangur og sú hætta er vissulega fyrir hendi að mengun sem af þessu stafar hafi skaðleg áhrif á lífríki hafsins, þó langsótt sé að sú hún valdi eitruðum þörungablóma eins og hjá frændum okkar á Norðurlöndum. Þegar þessi „drulla” rennur eða er dælt í sjóinn glatast mikið af áburðarefnum. Glatast, þegar haft er f huga að skammt frá þétt- býlissvæðunum við Faxaflóa eru þúsundir ha. af ógrónu og örfoka landi semskortirþessiefni. Hugmyndiner sú að skolpdælukerfi höfuðborgar- svæðisins sé þannig hannað, að skolpinu sé dælt í jarðtanka þar sem vatnið er síað frá og látið renna á haf út. Drullunni verði svo dælt á tankflugvélar og notuð sem jarðvegsmyndandi áburður til uppgræðslu. Vera kann að þetta sé fráleit hugmynd og rokdýr í framkvæmd. Það getur verið. Spurningin er um það hverju vilja menn kosta til að vemda umhverfi sitt og græða landið. Ágæti lesandi. Hér að framan hefur aðeins verið tæpt á nokkrum atriðum sem snúa að umhverfis- menningu og landvernd á Islandi. Okkur finnst oft að við getum lítið gert til úrbóta í þessum málum. Það sé ekki á færi nema félagasamtaka og hins opinbera. Þá skulum við minnast þess að í okkar ágæta landi fær hið opinbera vald sitt frá fólki og félagasamtök samanstanda af einstaklingum. Ogþað erfyrstþegar hver einstaklingur, já þú og ég leggjum okkar að mörkum, sem árangur næst. Ðréfið í vasann Það kostar ekki neitt að stinga karamellubréfi í vasann í stað þess að láta það detta. Það kostar ekki neitt að beygja sig eftir gosdós og láta í næstu ruslafötu. Og ef þú legðir 42 krónur til landrgæðslu í mánuði hverjum þá er það ekki há upphæð. En ef allir landsmenn 16 ára og eldri gerðu slíkt hið sama í eitt ár þá yrði upphæðin um eitt hundrað milljónir króna. Það er allnokkuð. Bætt umgengni við landið okkar þarf ekki að kosta mikið. Það kostar heldur ekkert að hugsa. Matthías Lýðsson. Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.