Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 20
USVH • s 1 • Útgáfustarfsemi Sjonaukinn Hv“a Oddur Sigurðsson við hluta þess tœkjakosts sem Kormákur hefur við útgáfu Sjónaukans. Sjónaukinn er auglýsingablað sem ungmennafélagið Kormákur á Hvammstanga gefur út. Það hefur nú komið út vikulega síðan í nóvember, 1985 og þykir ómissandi í V- Húnavatnssýslu fyrir þá sem vilja fylgjast með því sem þar gerist. Skinfaxi ræddi við Odd Sigurðsson, rafeindavirkja, stjórnarmann í Kormáki og einn af aðstandendum Sjónaukans og spurði hann hvemig útgáfan hefði komið til. „Það var nú þannig að Kormákur hefur séð um bíórekstur hér á Hvammstangaog gaf út lítinn blöðung til að auglýsa kvikmyndasýningar. Svo var það að Sparisjóðsstjórinn sagði við okkur að við yrðum að gefa út sérstakt auglýsingablað, hann taldi að það ætti að vera góður grundvöllur fyrir slíkt hér í sýslunni. Hann sýndi okkur ýmis blöð svipaðrar ættar sem hann hafði rekist á á ferðum sínum um landið. Við tókum hann á orðinu og ákváðumaðreynaþetta. Ogþaðgafst svo vel að Sjónaukinn hefur komið út í hverri viku síðan þá, í tæp þrjú ár.” Sjónaukinn er í A5 stærð og þar birtast auglýsingar frá verslunum félagasamtökum og opinberum aðilum. Basar, vortilboð áfatnaði eða kjöti, snjómokstur, árshátíðir, tölvunámskeið og fasteignaaug- lýsingar. Blaðinu er dreift í hverri viku á öll heimili í sýslunni og auk þess á alll póstdreifingarkerfi Brúar þannig að Sjónaukinn teygir sig inn í Strandasýsluna. Nú er blaðið unnið á Macintosh kerfi og fjárfestingin í kringum blaðið er orðin rúm milljón. „Sjónaukinn hefursjálfstæðanfjárhag”,segirOddur „og hefur alltaf staðið undir sér. Við gerum ráð fyrirað þessi tækjabúnaður muni borga sig upp á nokkrum árum. Þó félagið eigi Sjónaukann hefur það aldrei þurft að leggja fé í hann. Svo má ekki gleyma því að Sjónaukinn getur verið öflug fjáröflunarleið fyrir ýmsar deildir Kormáks. Eg get nefnt knattspymudeildina sem dæmi. Við höfum unnið fyrir þá leikskrá í þrjú ár og á þeim tíma hafa þeir grætt um 200 þúsund krónur. Þeir hafa safnað auglýsingum og við oftast dreift henni með Sjónaukanum. A síðasta ári ætluðu þeirsér að auka viðleikskrána, stækka hana og prenta í prentsmiðju á fínan pappír og svo framvegis. Þegar þeir fóru að skoða það betur kom í ljós að þeir hefðu þurft að borga með henni á endanum. Þeir héldu því uppteknum hætti og náðu inn þó nokkrum pening í starfið.” Ungmennasamband V-Húnvetninga hefur einnig notið góðs af þeirri aðstöðu til útgáfu sem Sjónaukinn býðuruppá. „Viðhöfumaðstoðaðþá við útgáfu fréttabréfa og dreift þeim. A síðasta ári útbjuggum við ársskýrslu sambandsins, einnig öll gögn fyrir síðasta ársþing USVH.” Og fólk er ánægt með Sjónaukann eða hvað? „Þetta er orðinn fastur liður í lífi fólks í héraðinu. Við fáum í það minnsta kvartanir ef Sjónaukinn berst ekki til fólks. Það hlýtur að vera góðs viti”, segir Oddur. IH Skúli Sigurðsson, nýr formaður Umf. Kormáks, í rœðustól á aðalfundi Kormáks í mars síðastliðnum.. 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.