Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 6
Molar
Endurnýjaöur
Félagsmálaskóli
Lífshamingja
og karate
Eftirfarandi pistill er fenginn að láni úr blaði karatefélagsins Þórshamars í
Reykjavík og gefur kannski dálitla mynd af því á hvaða hátt karatemenn hugsa
margir hverjir um íþrótt sína, sjálfa sig og umhverfi sitt. Pistillinn er eftir
Magnús Blöndal.
„Do - hvað?
„Mokuso!”
„Oh...enneinusinniþessiandsk.múksó,þettaáeftiraðdrepahnénámér. Fer
þetta ekki að verða búið, ég er að sálast.”
„Kaimuko!”
„Það var mikið, þá getum við byrjað að æfa karate.”
Hverjirkannast ekki við þetta, hjá sjálfum sérog/eða öðrum. - Loksins getum
við farið að æfa karate! En hvemig karate? Karate sem byggir upp á aga,
virðingu og sjálfsstjóm, svokallað karate-do eða hins vegar sport -karate þar
sem allt miðast við að vera betri en sá andstæðingur sem þú mætir á
keppnisvellinum í það og það skiptið. Og ef þú tapar þá ert þú ekki góður í
„karate”.
Dömur mínar og herrar, ég leyfi mér að fullyrða að það eina sem nútíma
keppnisformið í kumite (frjálsum bardaga) á sameiginlegt með karate-do er að
þær hreyfingar sem notaðar eru (þ.e. högg og spörk) eru svipaðar.
Hvar er virðingin? Haldið þið virkilega að það að beygja höfuðið fyrir
andstæðingi geti talist virðingarvottur?
Sem keppnismaður í kumite, get ég fullyrt að það eina sem bærist í höfði
keppnismanns er annað hvort hræðsla eða sigurvilji. Og vilji einhver rugla
þeirri tilfinningu saman við virðingu, þegar hann stendur á móti andstæðingi
sem er betri en hann sjálfur, hefur sá hinn sami ákaflega rangt fyrir sér. Því oft
hafa systkinin Ótti og Virðing á tt samleið og erfitt er að greina á milli.
En hver er hluti karate-do?
Karate er upprunnið frá Okinawa vegna ótta og undirokunar landsmanna á
landsdrottnurum frá Japan. Þeir þróuðu karate sem varnartæki gegn vopnuðum
yfirvöldum og breyttu þannig ótta við hervald í virðingu fyrir sjálfum sér og
öðrum sem þorðu og vildu gera annað en þeim var boðað.
En hví þá að iðka karate í dag, þegar engir eru herramir og allir hafa jafna
virðingu? - Eða, er ekki svo? Kannast ekki allir við andlega stallaskiptingu í
nútímanum - t.d: „Þú ert heimskari en ég”, eða „Þú ert feitari en ég.”
Er slík andleg kúgun minna verð en líkamleg kúgun lénsherranna? Hvað
einstaklinginn varðar; Nei,allsekki: Þvíhversvirðierlíkamlegtfrelsiefandinn
er fanginn í annarra manna ímyndun um hið fullkomna fólk?
Er þá nokkurs minna virði í dag að bera virðingu fyrir sjálfum sér og eigin
hugsjónum en það var í „den tid”? Að sjálfsögðu ekki, en hvað kemur það
karate við?
Jú, svo furðulega vill til að með því að kýla út í loftið og öskra á ímyndaðan
andstæðing fær fólk á einhvem furðulegan máta trú á sjálft sig og eigin mátt.
Slíkt eykur lífskraft og hamingju sem er jú það mikilvægasta í lífi hvers og eins,
ekki satt?"
Félagsmálaskóli UMFÍ sem hefur
starfað ífjölmörg árernú í endumýjun.
Starfandi skólanefnd hefur í vetur
unnið að endumýjun námsskrárinnar
og nú hafa verið tekin inn fjölmörg ný
námskeið og öðrum breytt í samræmi
við kröfur tímans.
Stjómum félaga ásamt núverandi
og fyrrverandi kennurum á vegum
skólans hefur nú verið send
endurskoðuð námsskrá. Félagsmála-
skólinn gengst í haust fyrir námsstefnu
þar sem farið verður yfir kennslu-
verkefnin og annað sem snertir
félagsmálakennara. Reynt verður að
afla styrks fyrir þátttakendur til
ferðarinnar auk þess sem gisting og
maturverðurókeypisánámsstefnunni.
Fyrir fy rrverandi félagsmálakennara
má benda á að nú er veitt meiri og betri
greiðsla fyrir námskeið þannig að
kennarar eru ekki að borga með sér
eins og áður kom fyrir. Skólastjóri
skólans er nú Hörður S. Óskarsson,
starfsmaður UMFÍ og Jóhanna
Leópoldsdóttir er formaður Skóla-
nefndar.
6
Skinfaxi