Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 33
fyrir mig og ég hef alltaf æft með strákum frá byrjun, bæði í fótbolta og handbolta og mér finnst æfingarnar þar mikið skemmtilegri og betri. Eg veit svo sem ekki af hverju.” Auður: „Ég held að það megi kannski líka rekja það til þess að hún hefur æft þessar íþróttir frá grunni. Hún byrjaði um leið og strákarnir, 7 áragömul. Stelpurnarsem eru nú Í4. flokki eru orðnar 13 ára og hugsa kannski öðru vísi um íþróttina. Margar eru á æfingum mest upp á félagsskapinn sem er auðvitað allt í lagi. En það hlýtur að skapa allt annað andrúmsloft á æfingunum.” Ingibjörg þrjóskaðist við Ingibjörg byrjaði í íþróttunum í kjölfar bræðra sinna. Þá var Njáll Eiðsson með strákana og hún fór með bræðrum sínum á æfingar og fylgdist með. Ingibjörg vildi fá að vera með. Njáll benti henni í fyrstu á að vera með stelpunum en Ingibjörg UMSE þrjóskaðist við. Svo vantaði stráka í lið á æfingu, þá var Ingibjörg komin „inn úr kuldanum” og hefur verið með síðan. Ingibjörg: „Þær sem eru núna í 4. flokknum voru að byrja að æfa í vetur en ég er búin að æfa mikið lengur. Þess vegna er verið að fara í allt aðra hluti á æfingunum hjá stelpunum.” Ætlið þið að gera eitthvað í framhaldi afþessu? Auður: „Ég veit ekki hvað er hægt að gera meira. Ég hefði nú viljað finna fyrir einhverjum stuðningi í þessu en hann hefur verið ósköp fátæklegur. Ég veit ekki hvort þetta mál er komið á enda einhvers kerfis innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta er bara svo óréttlátt gagnvart fleirum en Ingibjörgu. Þaðerfulltafstúlkum að keppa með strákum um allt land. Ingibjörg keppti í fyrra með strákunum í íslandsmótinu í fótbolta, fyrir sunnan, á móti þessum Reykjavíkurliðum. Þar var Þróttur frá Neskaupstað með eina stelpu innanborðs, einnig frá Bolungarvfk. Þetta er út um allt land. Á þessu móti fetti enginn fingur út í það að stelpurnar væru með." Mikið jafnréttismál „Mér finnst það bara gremjulegt að einhverjir kallar sem sitja suður í Reykjavík geti sagt þú mátt vera með en þú ekki. Og allt út á einhverjar mjögóljósarhugmyndirsem standast ekki siðferðilega. Þetta er mikið jafnréttismál ogég hafði samband við Jafnréttisráð. Þær vildu fá skrifaða greinargerð um málið og ég er nú ekki búin að skila henni enn. En mér finnst að ÍSÍ sem hefur öll sérsamböndin innanborðs og nær yfir allt landið, eigi auðvitað að vera löngu búiðaðganga íþettamál. Meðþeirri afgreiðslu sem nú er orðin, er með öðrum þræði verið að segja við börn á landsbyggðinni: Sitjið þið bara heima, þið hafið ekkert að gera hér. Og það er ótrúlegt að sá verði endir þessamáls. Það má ekki verða svo.” IH Ferðamenn! Egilsstaðir eru á krossgötum. Við rekum kjörbúð, söluskála olíuafgreiðslu og tjaldstæði. Verið velkomin Kauofélas Héraðsbúa • Esilsstöðum Ath! Höfum opnað nýja —© verslun á Eskifirði. Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.