Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 30
UMSE Mikill uppgangur á Dalvík Rætt viö Þormóð Björnsson, knattspyrnumann á Dalvík Á Dalvík er að koma upp öflugt starf í knattspymu. I þessum 700 manna bæ er nú 3. deildar lið í meistaraflokki karla og öflugt unglingastarf er komið af stað. Forvígismenn þessa starfs eru þeir Snorri Finnlaugsson og Þormóður Björnsson. Skinfaxi tók Þormóð tali. „Viðfórum uppí3.deildá síðasta ári með meistaraflokkinn. Það hafði farið af stað nokkurt starf árið 1977. Við vorum í4. deild '78 og'79. Síðan féll þetta starf niður '80 og '81. Ári síðar hófst hins vegar starfið aftur og við höfum verið að byggja hér upp yngri flokka á þessum árum og erum nú komnir með meistaraflokkinn í 3. deild. Það kom til þannig að FISÞ C hætti keppni í deildinni og okkur var boðið þar sæti, í Norð- Austurlandsriðli, sem við þáðum með þökkum. Viðenduðumsíðaní3. sæti í keppninni á síðasta ári.” Þú talar um uppbyggingu sem hefjist Jyrir alvöru 1980. Hvernig gerðist þetta? „Upphafið að þessu er 1978. Þá flytjast hér á staðinn menn sem stunduðu knattspyrnu í öðrum félögum. Þeirstunda hérknattspymu í tvö ár. Þá hætta þeir knatt- spyrnuiðkun, komnir á aldur eins og sagter. Þávarekkitilneittafmönnum til að taka við. Þetta var sem sagt eins og svo víða byggt upp á aðkomumönnum, þeir sáu um hita og þunga starfsins og höfðu ekki tíma til Þormóður við íþróttavöllinn á Dalvík. Allt á kafi í snjó. að sinna yngri flokkum. Sú þjálfun var ekki nógu markviss á þessum tíma og því kom dáli'tið gat. Það vantaði í meistaraflokkinn. Ég vil sérstaklega nefna Snorra Finnlaugsson í sambandi við seinni hluta uppbyggingarinnar, frá 1982. Flann setti mikinn kraft í þetta starf þegar hann fór að skipta sér af hlutunum 1983. Nú er staðan þannig að við vorum með fjóra yngri flokka sem verða aftur í sumar. Það er að segja 6. 5. 4. og 3. flokk. Þar að auki höfum við reynt að halda uppi kvenna- knattspyrnu en það er alltaf erfiðara, ekki úr jafn mörgum að velja. Þær taka þátt í Bikarkeppni KSI og Bæjarkeppni Norðlendingafjórðungs. Við höfum reynt að ná upp unglingaflokki kvenna en það hefur ekki gengið enn. Unglingastarfið í drengjaflokkumeraðskilasér. Þetta tekur allt sinn tíma og við erum mjög bjartsýnir, það er engin ástæða til annars. Við tókum í notkun nýtt vallarsvæði hér á síðasta sumri. En þetta er í raun aðeins æfingavöllur fyrir knattspymuna. Við hlið þessa nýja vallar er svæði fyrir stóran grasvöll og frjálsíþróttaaðstöðu. Við hugsum okkur að gera bráðabyrgðaaðstöðu fyrir frjálsar við æfingavöllinn sem tekinn var í notkun síðasta sumar. Við erum þá að hugsa um 100 m hlaupabraut, kasthringi og stökksvæði. Það gerum við í sumar.” Þormóður segir að þetta svæði, þó til bráðabyrgða sé, hafi skilað hinu félagslega uppbyggingarstarfi áfram. „Það er að koma upp mikil samstaða í kringum félagið”, segir Þormóður. „Og þegar 150 til 200 manns stunda knattspymuí 1400mannabæjarfélagi, hlýtur að myndast sæmilega jákvæður andi. I fyrsta sinn í langan tíma skiluðu heimaleikir hagnaði í formi sölu aðgangseyris og auglýsinga. Nú er það markmið okkar að vinna alltaf eitthvað á hverju ári á nýja vallarsvæðinu. Það er búið að bylta því og næst er að keyra í það malarundirlag. Einnig er áætlað að undirbúa áhorfendasvæði sem eru ákjósanleg þarna.” 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.