Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 7
Molar Frá Landsmóti UMFÍ á Laugarvatni 1956. Héraðssambandið Skarphéðinn hefur sent inn umsókn vegna Landsmótshalds 1996 og nefnt Laugarvatn sem mögulegan Landsmótsstað. Landsmót 1993 Eftir að Sauðárkróksbær féll frá því að halda Landsmót UMFÍ árið 1993 er allt opið með hvar það veður haldið. Og nú hafa Skarphéðinsmenn formlega sótt um að halda Landsmótið 1993. Þeir nefna annað hvort Selfoss eða Laugarvatn. Laugarvatn nefna þeir sem fyrri kost, sérstaklega þar sem þar er nú unnið hörðum höndum að því að að skipuleggja uppbyggingu íþróttamiðstöðvar íslands. Á Laugarvatni hefur einu sinni áður verið haldið Landsmót ungmennafélaganna. Það var í byrjun júlí, 1965, í sól og sumaryl. Mótiðsóttu vel yfir 20 þúsund manns og verður það sjálfsagt flestum ógleymanlegt sem þangaðkomu. Enþaðerufleiri semíhugaLandsmótshald 1993. Þeirraámeðal er Ungmennasamband Borgarfjarðar. UMSB hefur þegar sótt um að halda mótið 1996. Þegar þetta er ritað eru haldnir fundir með viðkomandi aðilum til að athuga þann möguleika að halda mótið 1993. Meltingartruflanir í kerfinu Eins og lesendur Skinfaxa muna kannski upplýsti íris Grönfeldt í viðtali í síðasta tölublaði síðasta árs að mögulegt væri að hún og kannski fleiri frjálsíþróttamenn færu í æfingabúðir í A-Þýskalandi. Þegar til átti að taka varð niðurstaðan úr því máli neikvæð. Svar barst um þetta á nýju ári á þá leið að þar sem íþróttasambönd íslands og A-Þýskalands hefðu hingað til ekki aft nein samskipti sín á milli, væri heimsókn íslenskrafrjálsíþróttamannaekki möguleg. Eins og stendur eru því ekki líkur á að úr þessum samskiptum verði. Upphafið að þessu var hins vegar á Ólympíuleikunum í Seoul þegar íþróttamenn og þjálfarar ræddu saman og lýstu gagnkvæmum áhuga á einhverjum samskiptum. Meltingartruflanir í kerfinu, myndu sjálfsagt einhverjir kalla þetta. Ytri-Skál en ekki Ystafell íþróttahús á Hólmavík Hólmavíkurbúar sjá fram á bjartari tíð í íþróttahússmálum en verið hefur. Undanfarin ár hefur verið þar vont ástand. HSS menn hafa beitt sér fyrir breytinguáþessummálum. Ásíðasta ársþingi Héraðssambands Strandamanna var samþykkt eftirfarandi ályktun: „43. ársþing H SS... samþykkir að skora á stjóm völd að bæta íþróttaaðstöðuna við Grunnskóla Hólmavíkur og hefja framkvæmd á íþróttahúsi.” í dag er kominn grunnur að félagsheimili Hólmvíkinga og á bráðlega að halda áfram framkvæmdum þar. Nú hefur tekist að fá hreppsnefnd Hólmavíkur til að gera þá breytingu á fyrirhuguðu félagsheimili að þar verði rými fyrir æfingar íkörfubolta, blaki, badminton ogfleiri boltaleikjum semkrefjastekki meira rýmis en sem nemur einum körfuknattleiksvelli, þ.e. 14x25 metrum. Málunumbjargaðfyrirhorn. Hefur páfi Friöarhlaupiö ? Friðarhlaup, svipað því sem var fyrir 2 árum verður um allt land í sumar. Fyrirhugað er að það hefjist 4, júní og ljúki þann 25. sama mánaðar. Þegar þetta er skrifað er unnið að því að fá smþykki fyrir því að páfi hefji Friðarhlaupið í heimsókns sinni hingað til lands í júní. Það yrði þá á Þingvöllum en þar verðursameiginleg messa kaþólskra og lútherskra 3. júní. í síðasta Friðarhlaupi kom í ljós að 2 vikur til hlaupa var of skammur tími. Skipuleggjendur, Sri Chinmoy hópurinn svonefndi, í samráði við ISI og UMFÍ, hafa lært heilmikið frá því í síðasta hlaupi og því má búast við góðri skipulagningu að þessu sinni. En hlaupið heppnast ekki vel nema með góðri samvinnu við ungmenna- og íþróttafélög um allt land. Félög og sambönd hafa þegar fengið sent bréf um framkvæmd hlaupsins og undirbúningur er á lokasprettinum. Þá er bara að hvetja alla til að vera með. Það varð dálítill misskilningur í efnismeðferð í síðasta blaði Skinfaxa. Þá var hér kynntur sá merki maður Aðalsteinn Sigmundsson, sagt frá uppruna hans og rakin atriði úr litríkri æfi hans. Rangt var sagt að systir hans, Jóhanna Sigmundsdóttir, byggi á Ystafelli. Hún býrá Ytri Leikskálaá í Ljósavatnshreppi, S-Þingeyjarsýslu eða Ytri-Skál eins og bærinn eroftast nefndur fyrir norðan. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.