Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 9
Knattspyrna
Islandsmeistarar, bikarmeistarar og haustmeistarar 2. flokks sumarið 1988.
Þetta var 6. íslandsmeistaratitill "69 árgangsins í yngri flokkunum sem er
Islandsmet í sjálfu sér. Fjölmargir þessara ungu manna eru þegar famir aðleika
í meistaraflokknum. En það er erfitt að sigla í kjölfar þessara drengja. Yngri
menn sem hafa verið að koma upp í 2. flokk hafa ekki komist í lið vegna þess
hversu góðir einstaklingar eru þar fyrir. Því er ekki óeðlilegt að ætla að næstu
árin verði 2. flokkurinn ekki jafn sterkur hjá KR.
Nú erknattspyrnuvertíðin að hefjast
af fullum krafti. Félögin um land allt
búa sig sífellt betur undir sumarið og
leggja mikið undir. Otrúlega mörg
félög senda leikmenn í æfingabúðir í
vikutilhálfanmánuð erlendis. Jafnvel
allt niður í 4. deildarfélög. Þetta er
sambærilegt við það sem félög á
Norðurlöndum hafa verið að gera og
hlýtur að vera til bóta fyrir íslenska
knattspyrnu.
Þáerþaðáberandi þróunhjáfélögum
í Reykjavík að spila á heimavelli.
Æfingar eru tíðari og um leið verður
sú gleðilega þróun að almennt séð er
leikinn léttari og skemmtilegri bolti.
Menn nýta meira liðsheildina, ekki er
byggt eins mikið á bestu ein-
staklingunum eins og áður var.
KRingar bestir
KR er besta knattspyrnufélag
landsins, samkvæmt Skinfaxalista
þessa árs. Þetta er staðreynd sem
kemur þeim ekki á óvart sem fylgst
hafa með félaginu í gegnum árin. Hér
er ekki aðeins átt við meistaraflokkinn
heldur alla flokkafélagsins. Reyndar
er árangur kvennaflokka knatt-
spyrnudeildanna ekki inni í
útreikningum þessum. Þar sem svo
misjafnt er hversu mikið er um
kvennaflokka í knattspyrnufélögum
landsins gæti aldrei fengist nema
brengluð mynd af árangri
knattspyrnufélaganna. Kvenna-
knattspyrnunni verður hins vegar
gerð rækileg skil í næsta Skinfaxa.
En hvers vegna eru KRingar svona
sterkir nú? Þegar árangur þeirra
síðustu ár er skoðaður í heildastigum
Skinfaxatöflunnar, kemur í ljós að
þeirvoruefstir 1986og ’85. Þeirféllu
hins vegar í 2. sætið í fyrra en eru nú
búnir að endurheimta titilinn „Besta
knattspymufélag íslands”.
Ein ástæðan er atvinnumannsbragur
á stjórnun. KRingar leggja mikið
undir og hafa um árabil verið
fjárhagslega sterkir. Þeir fá því fólk
til starfa í fjáraflanir sem annað og
það þarf aðeins að líta á aðstöðu þeirra
við Kaplaskjólsveginn til að sjá góðan
árangur starfsins. Knattspyrnu-
áhugamenn hafa eflaust tekið eftir
orðum Sveins Jónssonar, formanns
KR, í DV um að það sé aðeins
tímaspursmál hvenær atvinnu-
mennska í einhverri mynd verður
staðreynd í íslenskri knattspyrnu.
„Þetta er frekar spurning um mánuði
en ár”, sagði hann. Ábyrgir menn
segja svona nokkuð ekki í fjölmiðla
nema þeir séu tilbúnir í slaginn, eða
hvað?
En aftur að knattspyrnunni. Yngri
flokkar KR eru sterkir, þar eru t.d.
Islandsmeistarar í 2. og 5. flokki. En
3. flokknum gekk hins vegar ekki
nægilega vel. Ástæðan er þó
skiljanleg. Flestir drengjanna voru á
yngra ári í fyrra en vantaði ekki
mannskap að öðru leyti. í heildina
séð eru yngri flokkar KRinga sterkir.
Það sama má segja um kvennaflokka
félagsins. Þar eru Islandsmeistarar í
Pétur Pétursson var KRingum geysilega mikilvægur á síðasta keppnistímabili.
Hér liggur knötturinn í marki KA. DV mynd.
Skinfaxi
9