Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 5
Molar UMFÍ folkiö Hér á myndinni að ofan er starfsfólk UMFÍ, svona fyrir fólk til glöggvunar sem ekki þekkirsmettin. Frá vinstri til hægri: Hörður S. Óskarsson, Gísli Pálmason, starfaði um hríð í þjónustumiðstöðinni við forritun, Ingólfur Hjörleifsson, Sigurður Þorsteinsson og sitjandi er Una María Óskarsdóttir. A innfelldu myndinni er Jóhanna Leópoldsdóttir sem nú hefur nýlega hafið störf í hlutastarfi. Hún sér um sumarátak UMFÍ, hreinsum með vegum fram uma allt land í sumar. Auk þess er hún formaður skólanefndar Félagsmálaskólans og hefur haldið fjölda félagsmála- námskeiða um landið. Enn má geta þess að hún var eitt sinn formaður HSH. Hörðursér um tengsl og aðstoð við félög og héraðssambönd, m.a. kennsluskýrslur og úrvinnslu þeirra. Hörðurbíðurnú kennsluskýrslnameð óþreyju. En Hörður sér einnig um erlend samskipti að hluta. Þá hefur hann einnig umsjón með Félags- málaskóla UMFÍ. Ingólfur Hjörleifsson er ritstjóri Skinfaxaen vinnurauk þessaðýmsum kynningarmálum á vegunt UMFI, þar á meðal er ýmis konar útgáfa og aðstoðar hann héraðssambönd og félög við slfkt. Sigurður er fram- kvæmdastjóri UMFÍ og hefur yfirumsjón með starfseminni, fjármálum, útbreiðslumálum og almennum samskiptum við sam- bandsaðila. Þá eru erlend samskipti einnig á hans herðum. Una María Óskarsdóttir hefur með höndum ýmis störf í þjónustumiðstöðinni, símavörslu og almenna afgreiðslu, tölvuvinnslu og þar að auki unr gistinguna. Jóhanna Leópoldsdótlir Ruslið fer vfða, utan við Alþingi. Ljósm. Birgir Þórðarson, Landvernd. Landhreinsun Það verður landhreinsun í sumar. Þá taka ungmennafélögin sig til að t'rumkvæði UMFI og hreinsa rusl með vegumfram umallt landið. Fyrirhugað er að hreinsa hvorki meir né minna en 5000 km. Jóhanna Leópoldsdóttir sem er í forsvari fyrir átakinu fyrir hönd U MFI hefur slegið á að hreinsuð verði um lOOtonnafrusli. Reiknaðer með að um 8000 manns taki þátt í þessu átaki. Ungmennafélögin hafa frá upphafi haft umhverfisvernd á stefnuskrá sinni og hefur það víða verið fastur liður í upphafi sumars að hreinsa rusl með vegum. Sum félög hafa notað þetta sem fjáröflun. Þannig er það hjá A- Húnvetningum og í maí náðu Skarp- héðinsmenn samkomulagi við Vegagerð ríkisins um greiðslu fyrir hreinsun. Lions menn hafa á undanförnum árum t'arið í að hreinsa landið á svipaðan hátt og notað þá hreinsun sem fjáröflun til góðra málefna. Sveitarfélögin eru nú að skipuleggja svipað samhæft átak og er ekki að efa að góð samstaða ætti að nást um þessa landhreinsun. Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.