Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 38
Borðtennis Hólmfríður Björnsdóttir og Guðrún Geirsdóttir. Þœr þykja nú með efnilegri borðtennismönnum landsins. Þar sem borðtennis blómstrar „Við erum búnar að æfa borðtennis íumþaðbilárafalvöru. Viðerumsex íokkarhópisemæfumreglulega. Svo eru það líka yngri krakkar." Það eru tvær stúlkur af Grenivík sem eru að ræða um borðtennisinn á Grenivík en þar er að koma upp mjög öflugt borðtennisfólk. Grenivíkingar segja að ein skýringin sé sú að það sé ekki aðstæða fyrir aðrar íþróttagreinar að vetri til. En hvað sem því líður eru þær Hólmfríður Bjömsdóttir og Guðrún Geirsdóttir með efnilegri borðtennisleikurum landsins nú um stundir. Gefum þeim orðið. „Við vorum 10 og 11 ára þegar borðtennisborðið var keypt hingað. Höfum haft gaman af borðtennis og æft síðan þá. En skipulega og af einh verju viti höfum við ekki æft nema í rúmt ár.” Nú eruð þið farnar að keppa nokkuð mikið. Hvar voruð þið síðast að keppa? „Það var á flokkamóti, 13-15 ára, fyrstu vikuna í mars fyrir sunnan. Þar unnum við, það gekk mjög vel.” Bjuggust þið við því? „Við vorum búnar að keppa í desemberog vinnaþá. Svofórumvið sem sagt aftur suður í mars og vorum held ég sæmilega bjartsýnar.” „Reyndar veltum því ekkert sérstaklega fyrir okkur”, skýtur Guðrún inn í. „Við fórum bara til þess að gera okkar besta”. „Annars vissum við að stelpumar í Víkingi voru búnar að æfa mjög vel”, segir Hólmfríður „og þær hafa þjálfara sér til aðstoðar. Það má því kannski segja að við höfum búist við hverju sem var." Og þið hafið engan þjálfara, hvernig stendurþá á þessariframmi- stöðu? Það verður fátt um svör hjá stelpunum en Hólmfríður segir svo. „Það er eiginlega ekki um neitt annað að ræða en borðtennis hjá okkur í þróttum. Viðhöfumágætaaðstöðuef þjálfaraleysið er frá talið og áhuginn er mjög mikill hér, bæði hjá strákum ogstelpum. Þaðhefurmikiðaðsegja." Knattspyrnan er hins vegar íþrótt númer eitt á suntrin á Grenivík og þær stöllur sæfa og keppa með strákunum í flokki. Það er þó auðheyrt á þeim að þær taka borðtennisinn fram yfir knattspymu. Þær Hólmfríður og Guðrún eru með þeim elstu sem stunda borðtennis á Grenivík. Hvernig má það vera? Guðrún: „Það fara svo margir í bæinn í framhaldsskóla (með „bæinn” á Guðrún ekki við Reykjavík heldur Akureyri) eftir 9. bekkinn og þar er mjög erfitt að fá tíma í húsum fyrir æfingar. Þannig að íflestum tilfellum hætta krakkar að æfa reglulega.” Hólmfríður: „Það voru nokkrar stelpur sem ætluðu að halda áfram að æfa í bænum en eini tíminn sem þær fengu var klukkan ellefu á kvöldin.” Og gerist það sama með ykkur? Guðrún: „Egferískólaá Akureyri næsta vetur og ég sé það ekki í augnablikinu að ég komist í aðstöðu til að æfa þar. Stelpumar sem eru komnar á Akureyri hafa verið að reyna að halda sér við en það er erfitt þegar einungis er hægt að fá æfingar þegar komið er undir nótt.” Getið þið séð það út hvað þið œfið marga klukkutíma á viku? Hólmfríður: „Við æfum þrjá daga í viku, erum að reyna að setja upp einhvers konar æfingaáætlun. En við æfunt svona að meðaltali klukkutíma í hvert sinn. Ef við tökum svo með allar frímínúturnar sem við spilum borðtennis hækkar talan sjálfsagt nokkuð. Og ef maður ber sig síðan saman við stelpur fyrir sunnan sem æfa með þjálfara er þetta kannski ekki neitt því maður þjálfast auðvitað mikið betur þegar þjálfari er við hendina til að segja til. Það hafa komið hingað þjálfarar sem við höfum lært mikið af. Sérstaklega þegar KRingarnir komu hingaðfyrirnokkrumárum. Þákomu hingað krakkar og þjálfari sem voru yfir helgi og kenndu okkur. Þá kom nú ýmislegt í ljós sem við höfum ekki hugmyndum. Þaðmáeiginlegasegja að við höfunt ekki kunnað að halda á spaða. Að minnsta kosti héldunt kolrangtáþeim. Og að við þyrftum að gæta vel að gúmmíinu á spaðanum okkar var hlutur sem okkur hafði ekki dottið í hug." IH 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.