Skinfaxi - 01.08.1989, Page 11
sér, held ég. Við vorum fimm íþessari
ferð. En nú eru orðnir 15 manns í
þessum hópi. Þessi 15mannahópur
er ekki sérstaklega valinn. 1 honum
eru þeir sem hafa áhuga á því að vera
með.”
Fjallaferðir
-Eitt af því sem Jón Arnar er að
„þvælast” í eru fjallaferðir, á
snjósleðum og jeppum. Er það ekki
rétt að Jón hafi verið einn þeirra sent
týndist uppi á Lyngdalsheiði í vetur í
vitlausu veðri?
„Jú, það errétt. Þetta var ífréttum
í vetur að það hefðu týnst fjórir á
Lyngdalsheiðinni. Þetta varð geysi
mikil leit. Þetta voru einir 36 tímar
sem enginn vissi neitt. Hjá okkur átti
þetta að verða létt ferð, tveggja tíma
skottúr. Það varð nú eitthvað annað.
Málið var það að sleðarnir biluðu.
Þeirvoru samtgangfæriren svolentum
við í feikna veðri, byl og snjókontu.
Við þekktum staðhætti kannski ekki
nógu vel en héldunt nú samt áfram.
Við sáum íjall sem við töldum okkur
þekkja, ókum af stað og ætluðum að
miða okkur við það. Svo kom bara í
ljós að þetta var Herðubreið”, segir
Jón Arnar og hlær. Við vorum svo
komnirinn undirLangjökul þegarvið
fundumst. Þá vorum við búnir að
keyra í næstum einn stóran hring. En
þetta eru svo ofboðslegar vegalengdir
þegar ntaður er uppi á hálendi á
snjósleðum. En viðvorum vel klæddir
og varð aldrei neitt kalt þannig að sent
betur fer lauk þessu farsællega.”
Spenna, hraöi
og fjör
-Og hvað er það sem dregur Jón
Arnar í svona ævintýri?
„Ævintýrið. Þetta er ævintýra-
mennska og ég hef gaman af þessu.
Holl útivera, spenna, hraði og fjör.
Svo er það draumurinn að eignast
jeppa. En það verður nú ekki á
næstunni.”
-Þeirsem gagnrýna jeppastandið
segjast ekki skilja í því hvernig menn
nenna að liggja undir jeppa úti í skúr
í þrjá mánuði, fara svo á fjöll og brjóta
hásingu eða eitthvað álíka í fyrstu á.
Og svo næsta mánuð inni í skúr.
Hverju svarar þú þessu?
„Það er gaman að vesenast í þessu.
Jóm á Meistarmótinu íjúlíásamt HSKfólki, þeim Ingibjörgu ívarsdóttur,
og Práni Hafsteinssyni.....Þráinn hefur aðstoðað mig mikið og verið mín
stoð og stytta."
Jón að velja sér spjót.....þetta er
mikil tœknigrein og þess vegna er
gaman að glíma við hana."
einfalt mál. Þetta er spurning um
spennu. Þegar maður er kominn út í
torfærur er maður að bjóða einhverju
byrginn, ögra einhverju. Sjá hvað er
hægt að komast.”
-Jón segir eina sögu af því þegar
félagarnir fóru í eina ferðina upp í
Landmannalaugar.
„Við vorum í einni brekkunni
þegar bíllinn valt. Hann fór einar
fjórareða fimm velturog endaði niðri
í gjótu. Á hvolfi. Svona er þetta,
spenna, alltaf eitthvað óvænt. Maður
þarf að reyna eitthvað sem enginn
hefur gert áður. Þetta er eins og í
sportinu.
-Aftur að þrautinni. Jón tór átta
sinnum út í fyrra og það er nokkuð
mikil breyting frá því sem hann var
vanur. Norðurlandameistaramót
unglinga i' tugþraut 1988 í byrjun júlí
var fyrsta stóra mótið sem Jón fór á
erlendis. Hann gerði sér lítið fyrirog
varð Norðurlandameistari, en lætur
lítið yfir þessum árangri.
Mikil reynsla
„Svo var það Heimsmeistaramót
unglinga í Kanada. Þar var ég á góðri
leið þegarég meiddist í stönginni. Ég
sá frant á góða bætingu frá
Norðurlandamótinu en það varð ekki.
En fy rst og fremst er þetta mikil reynsla
sem ég hef verið svo heppinn að öðlast.
Til dærnis að hafa þúsundir af
áhorfendum í kringum sig að hvetja.
Þetta var mjög skemmtileg reynsla.
Svona lagað gerist ekki hér á landi,
það er víst alveg öruggt.
En nú er bara að byggja á þessari
reynslu og æfa og bæta sig. í ljósi þess
árangurs sem ég hef náð án þess að
stunda æfingar af einhverju viti finnst
mér ekkert óeðlilegt að stefna á
Olympíuleikana í Barcelona 1993.
Það verður gantan.”
1H
Skinfaxi
11