Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1989, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.08.1989, Qupperneq 31
voru þar með tæplega 30 klst. í lieild hafa yfir 100 manns starfað í þessari sjálfboðavinnu. H úsið var vígl á 15 ára afrnæli Hattar með veglegri vígsluhátíð. Við fengum margar veglegar gjafir, t.d. gaf kvenfélagið Bláklukkur okkur allan borðbúnað í húsið. Húsið er ntikil lyftistöng fyrir félagslífið hér, ekki aðeins fyrir Hött heldur fá ntörg önnur félög hér inni." Emil telur þetta fyrirmyndarfram- kvæmd fyrir félög og bæjarfélög af svipaðri stærðargráðu, „...enda hafa fjölmargirannars staðar að af landinu spurst fyrir um húsið og hvernig að þessu var staðið." IH Yngri kynslóðin innan Hattar tók einnig til hendinni við að skapa húsið sitt. Hér eru það Arnar. Jens og Hulda sem mála og sparsla. Gamall siður endurvakinn Svörfimgar kampakátir eftir Hríseyjaiferð Að kvöldi hins 5. júlí sl. lagði hópur knattspyrnumanna frá Umf. Þorsteini Svörfuði í Svarfaðardal land undirfót og var ferðinni heitið til Hríseyjar þar sem leika átti við Umf. Narfa. Samskipti þessara félaga á knattspyrnuvellinum má rekja nokkur ár aftur í tímann. Fyrst var leikið árlega í 3 ár en síðan lagðist siðurinn af í nokkur ár. A síðasta ári var þráðurinn síðan tekinn upp að nýju. Leikirnir hafa ávallt verið fjörugir og mörg mörk verið skoruð. Fyrstu tvö árin sigraði Narfi, fyrst 5-1 og svo 6-1, en þriðja árið vann síðan Þorsteinn Svörfuður 9-0. A síðasta ári vann síðan Narfi 6-2 þannig að leikmenn Þorsteins Svörfuðar töldu sig eiga harma að hefna. Til Hríseyjarvarhaldiðmeðferjunni Sævari og síðan tekið til við sparkmenntina. Þó ferjuferðin væri stutt og þægileg virtist svo sem gestirnir hefðu fengið dágóðan skammt af sjóriðu, staðan var nefnilega orðin 4-0 fyrir heimamenn áður en gestirnir uppgötvuðu að leikurinn var byrjaður. Ettir þetta jafnaðist leikurinn og þegar staðan var orðin 6-4 fyrir heimamenn þá pressuðu gestimir nokkuð. Uppskeran varð þó rýr, skalli í stöng og tvö skot naumlega framhjá voru markverðustu færin. Undir lok leiksins vöknuðu heimamenn til lífsins á ný og skoruðu 3 síðustu mörkin þannig að lokatölur urðu 9-4 þeim í hag. Þetta verður að telja nokkuð sanngjörn úrslit og munurinn hefði hæglega getað verið meiri því markvöfður Þorsteins Svörfuðar átti góðan leik og varði meðal annars vítaspyrnu. Eftir leikinn tóku leikmenn Þorsteins S vörfuðar næstu ferju til fastalandsins og þrátt fyrir tapið var lundin létt og menn voru bara staðráðnir í að gera betur næst. Meira að segja rign- ingarsuddinn sent var þetta kvöld megnaði ekki að skemma skapið. F.Þ. Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.