Skinfaxi - 01.02.1990, Qupperneq 6
Hugmyndabanki
Ef þið hafið góðar hugmyndir um
efni á Barnasíðu Skinfaxa þá vil ég
biðja ykkur að senda mér þær. Eg
ætla að geyma hugmyndirnar og
setja þær í Humyndabanka
Barnasíðunnar og taka svo e. t. v.
eina og eina hugmynd í hvert sinn
til að nota á Barnasíðunni.
Getraun
Halló krakkar ég heiti U na María
og er kölluð Una Mæja. Þessi síða
í Skinfaxa er síðan ykkar. A
Barnasíðu Skinfaxa verður penna-
vinaþáttur, getraun, vísnaþáttur
og svo smásagnasamkeppni.
Heilræði Barnasíðunnar er:
Hafðu hvern hlut á sínum stað og
ætlaðu þér hverju starfi ákveðna
stund.
Pennavinaþáttur
Ef þið sendið mér nafnið ykkar
og heimilisfang þá getið þið eignast
pennavini frá Hrísey, Grímsey,
Heimaey eða bara frá Kolbeinsey
og Surtsey ha, ha, ha. E. t. v.
verður einhver fluttur þangað um
næstu aldamót.
Vísnaþáttur
Mér þætti gaman að fá vísur frá
ykkur, þær þurfa ekki að vera með
stuðlum og höfuðstöfum, en gaman
væri ef pabbi eða mamma, afi eða
amma hjálpuðu ykkur svolítið.
Styrktarlínur
Stykkishólmur
Vöruhúsið Hólmkjör
Borgarbraut 1
Bensínstöðin uið Aðalgötu
Borgarfjörður
Mjólkursamlag
Borgfirðinga
í þessu blaði hefst getrauna-
keppni, þið svarið getrauninni og
sendið svörin. Getaunin er í
tveimur hlutum, fyrri hlutinn
verður birtur nú og síðari hlutinn
birtist í 2. tbl. Skinfaxa 1990.
Verðlaun fyrir rétt svör verða svo
afhent á 20. Landsmóti UMFÍ í
Mosfellsbæ 12.-15. júlí í sumar.
Það er vel þess virði að vera með.
Smásagnasamkeppni
Smásagnasamkeppnin fer
þannig fram að þið sendið mér
skemmtilegar sögur, skáldsögur
eða sannar sögur. Sögurnar mega
ekki vera of langar, því þetta er
smásagnasamkeppni. Höfundar
bestu samásagnanna fá verðlaun
sem afhent verða á Landsmótinu í
Mosfellsbæ. Svoverðalíkanokkrar
þær bestu birtar á Barnasíðu
Skinfaxa.
Ég hlakka til að fá bréfin frá
ykkur, pennavinabréf, getrauna-
bréf, vísur, smásögur og hug-
myndir um efni á Barnasíðu
Skinfaxa.
Bestu kveðjur,
Una Mæja.
GETRAUN
1. í hvaða boltaíþrótt keppti Samúel
Örn Erlingsson, útvarpsmaður,
landsleiki?
2. Hver er leikjahæsti íslenski
landsliðsmaðurinn í körfuknattleik
karla?
3. Hvar var síðasta Landsmót UMFI
haldið?
4. Hvar eru Andrésar
andarleikarnir á skíðum haldnir?
5. Hverjir eru núverandi
heimsmeistarar í handknattleik
karla?
Ungmenna- og íþróttafélög
Munið að við gefum ykkur
að minnsta kosti 5% afslátt allt árið 1990.
Hringið og fáið myndalista.
ALF/
J\T II
F
720 BORGARFIRÐI EYSTRI • 97-29977
6
SKINFAXI