Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Síða 8

Skinfaxi - 01.02.1990, Síða 8
félaga hvernig keppninni hefði verið tekið. Sæmundur sagði að sent hefði verið veggspjald og upplýsingar um hugmyndasamkeppnina í alla grunnskóla landsins og öllum nem- endum gefinn kostur á að spreyta sig við að velja nafn á táknið. Skilafrestur væri til 17. apríl, þátttaka væri góð og nú þegar hefði borist gífurlegur fjöldi tillagna. „Fyrstu verðlaun eru 25.000 krónur, en sérstök aukaverðlaun, 50 talsins, verða veitt fyrir þátttöku í keppninni. I apríl verður valið nafn á táknið og upp frá því hefst mikil auglýsingaherferð ogkynning á Landsmótinu í Qölmiðlum.” Hvernig standa fjármálin? Sæmundur sagði að búið væri að undirrita samninga við fjóra aðila sem væru aðal styrktaraðilar og líkur væru til að tryggðir væru tveir styrktaraðilar í viðbót. „Markmiðið er að vera með sex aðalstyrktaraðila. Þegar samn- 20. LANDSMÖT UMFÍ Mosfellsbæ 12.-15. júlí 1990 ingsgerð við þessa aðila er lokið, sem verður væntanlega mjög bráðlega þá þarf að fara yfir þá samninga sem búið er að semja um og ganga frá smærri auglýsinga- samningum til þess að geta staðið undir þeim mikla kostnaði sem Landsmótshald er. Fjáraflanir vegna Landsmótshalds hafa gengið þokkalega fram til þessa, en sýnt er að kostnaður vegna móts- haldsins er gífurlegur og fyllsta aðhalds verður að gæta til þess að ljárhagsleg útkoma Landsmótsins verði jákvæð.” Hverjareru helstu breytingar sem gerðar hafa verið á Landsmóts- reglugerð? 8 Ómar sagði að meginbreytingar á reglugerð væru að bæst hefðu við nokkrar greinar og stigagjöf hefði breyst. „Þærgreinarsemhafabæst við eru 200 metra hlaup karla og kvenna og 3000 metra hlaup kvenna, knattspyrna kvenna, fim- leikar kvenna, bridds og pönnu- kökubakstur. A undanfórnum Landsmótum hefur verið keppt í svokölluðum sýningargreinum. Þessar sýningargreinar hafa oft verið skipulagðar eins og um sýningu væri að ræða en ekki alvöru keppni. Við höfum lagt á það áherslu að skipuleggja þessar greinar eins og þær teldu í heildar- stigakeppni Landsmótsins, s. s. siglingar, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra og UMFI hlaupið. Verðlaunaveitingar verða í þessum greinum með sama hætti og í öðrum keppnisgreinumáLandsmóti. Eini munurinn er að þessar greinar reiknast ekki með í heildarstiga- keppni Landsmótsins. Menn hafa áhuga að bæta ýmsum greinum við sem ekki hafa verið áður s. s. tennis og þríþraut.” Er ávinningur af svona stórum mótum, eins og Landsmótið er, fyrir heimamenn? „Landsmót ungmennafélaganna eru ákveðin með mjög löngum fyrirvara, nú þegar hefur verið ákveðið að Landsmót 1993 verði á Laugarvatni og 1996 í Borgarnesi.” sagði Sæmundur. „Það kemur mörgum á óvart að mótin skuli ákveðin með svo löngum fyrirvara, en það er vegna þess að Landsmótin eru orðin svo stór viðburður að sveitarfélögin og héraðssamböndin, sem standa að þeim, þurfa langan tímaíundirbúning. Þaðhefursýnt sig og ekki síst hér í Mosfellsbæ að mikil uppbygging íþróttamann- virkja á sér ávallt stað í tengslum við Landsmótin. Hér hefur verið byggð glæsilegasta frjálsíþrótta- aðstaða á landinu og er sú upp- bygging, sem átt hefur sér stað, mikill stuðningur við íþróttafólk og ungmennafélaga á svæði UMSK og allt frjálsíþróttafólk á íslandi. Talað hefur verið um að vegna Landsmótsins á Laugarvatni 1993 verði uppbyggingu íþróttamann- virkja flýtt og stefnt er að því að ljúka ákveðinni uppbyggingu Iþróttamiðstöðvar Islands fyrir 1993, sérstaklega vegna Lands- mótsins.” Ómar sagði að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hefðu sýnt alveg einstaklega mikinn áhuga og vilja til að þetta mót yrði glæsilegt í alla staði og að bæj arstjórnarmenn haíi verið boðnir og búnir til að gera allt til styðja og styrkja undirbúnings- nefndina fyrir mótið. „Ávinningur fyrir bæjarbúa í Mosfellsbæ er þegar kominn í ljós. Ásóknin í að nota sér aðstöðuna er mikil. Iþróttasvæðið í Mosfellsbæ er þegar farið að draga til sín áhugafólk um íþróttir. Þar er í raun búið að byggja upp íþrótta- miðstöð sem mun eiga í heilbrigðri samkeppi við Iþróttamiðstöðina á Laugarvatni.” Sæmundur bætti því við að bæjaryfirvöld hefðu ekki aðeins hrundið í framkvæmd uppbyggingu íþróttamannvirkja heldur mætti einnig þakka bæjarstjórn og bæjarstarfsmönnum fyrir gott samstarf og mikinn og góðan vilja í öllum undirbúningi mótsins. „Óhætt er að fullyrða að þessi mikli velvilji bæjaryfirvalda tryggir það að 20. Landsmót UMFÍ verður eitt af glæsilegustu Landsmótum sem haldin hafa verið. Við trúum því að þegar Lands- móti lýkur þá verði UMSK sterkara afl innan ungmennafélags- hreyfingarinnar og að Landsmótið komi til með að efla starf UMSK í heild,” sagði Sæmundur. Nú eru mörg nýmæli í dagskrá mótsins og margt sem á eftir að vekja eftirtekt fólks, hvað er það helsta sem boðið verður upp á? Sæmundur sagði að kalla mætti Landsmót Ungmennafélags Islands „Ólympíuleika íslands” og að ungmennafélögin væru ekki bara íþróttafélög heldur störfuðu þau á miklu víðari grundvelli, þau væruí leiklistarstarfi, félagsmála- starfi og þau héldu oft uppi margs konar menningarstarfi í þorpum og bæjum út um landsbyggðina. „Landsmótið endurspeglar starf ungmennafélaga út um allt land. Alls konar keppni fer fram á Landsmótum, í íþróttagreinum sem ekki teljast hefðbundnar eins og keppni í ýmsum starfsíþróttum, dráttarvélaakstri, jurtagreiningu, SKINFAXl

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.