Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 14
"Verðum að fá
Kana
Rætt við Kristján Ágústsson, körfuknattleiksmann.
Kristján Ágústsson Bjartmars var
þjálfari Umf. Snæfells s. 1. vetur og
er það annað keppnistímabilið sem
hann er í því hlutverki. Kristján er
mjög leikreyndur körfuknattleiks-
maður og var um tíma kjölfestan í
landsliði Islands. Hann er fæddur
og uppalinn "Hólmari" og fyrst var
hann spurður að því hver hefðu
verið fyrstu kynni hans af
körfuknattleik.
Sigurðui' Helgason var fyrsti
íþróttakennari minn, mjög áhuga-
samur og drífandi. Hann kenndi
okkur undirstöðuatriðin í körfu-
bolta, frjálsum íþróttum og fleiri
greinum. Fljótlega valdi ég körfu-
boltann og æfði eins mikið og ég
gat. Eg setti upp körfu heima og
æfði þar skot af miklum krafti.
Seinna komu íþróttakennarar sem
höfðu mikinn áhuga á þessari grein
og Friðrik Guðmundsson var
gífurlega áhugasamur og ýtti mjög
undir áhuga hjá mér. Hann kom
mér á æfingar hjá unglingalands-
liðinu en það fékk reyndar engin
verkefni þann vetur."
Upp í I. deild
Upp úr 1970 kom Einar Sigfússon
hingað. Hann varð íslands-
meistari með IR það ár, ef ég man
rétt. Hann reif körfuboltann ansi
vel upp. Þjálfaði sjálfur meistara-
ílokk, en við fengum bragga til
afnota sem við æfðum í og inn-
réttuðum og lékum í honum tvo
vetur. Þurftum að fá undanþágu
til að leika þar og sum liðin neituðu
að koma vestur. Við náðum að vinna
okkur upp í I. deild, en það var áður
en úrvaldsdeildin kom til. Við
spiluðum þar í tvö ár. Fyrra árið
sendum við HSK niður, en liðs-
mönnum hafði mjög fækkað seinna
árið og við féllum niður.
Einar hafði töluverð áhrif á mig.
Hann kenndi mér þessi "trikk" sem
maður þarf að kunna í þessu ef
maður ætlar að standa sig. Hann
tók mig sérstaklega fyrir þegar
hann sá að ég hafði mikinn á huga
á þessu. Eg er honum þakklátur
fyrir það, þó ég hafi ekki þakkað
honum fyrir þetta þá.
Byrjaði í
meistaraflokki 15 ára
Ég byrjaði að spila með Snæfelli 15
ára og lék með liðinu til 23 ára
aldurs en þá flyst ég suður. Mér
stóð til boða að fara til Njarðvíkur.
Hilmar Hafsteinsson var búinn að
útvega mér vinnu og húsnæði og
það var mjög freistandi en mér stóð
einnigtilboðaaðleikameðVal. Ég
var allt sumarið að velta því fyrir
mér hvort liðið ég ætti að velja.
Valur varð fyrir valinu, aðallega
vegna þess að margir kunningja
minna voru þar. Einnig réði það
miklu að konan fór í skóla í
Reykjavík. Ég sá aldrei eftir því að
velja Val, því hópurinn þar var
mjög samstilltur.
Ég hóf keppni með þeim 1976 og
léksamfellttil 1984. Þáhættiégen
byrjaði aftur um áramótin 1985-
1986 og lék út það tímabil. Ég
reyndi svo að vera með í byrjun
vetrar '87 en varð að hætta vegna
meiðsla.
Þetta var um 10 ára tímabil sem ég
lék með Val. Við urðum Reykja-
víkurmeistarar 1978 hársbreidd
frá því að vinna Islandsmótið, en
unnum þrefalt árið eftir. Hópurinn
hélt vel saman til 1983 þegar okkur
tókst aftur að vinna þrefalt. Þetta
var mjög skemmtilegt lið og
samstilltur hópur, topp-körfubolta-
menn.
Fyrsti
landsleikurinn vid
Finna
Ég lék 64 landsleiki. Fyrsti leikur-
inn var á móti Finnum í Polar Cup
1978. Ég byrjaði mjög vel, skoraði
12 stig í mínum fyrsta leik og mótið
í heild kom vel út fyrir mig og ég
tryggði sæti mitt í liðinu. Ég lék
með landsliðinu í átta ár. Það var
næstum því erfiðara að losna úr
því en að komast í það. Mig minnir
að síðasti leikurinn hafi verið við
Dani á Polar Cup í Noregi 1984.
Árin með landsliðinu eru
ógleymanleg. Allir íþróttamenn
með metnað stefna náttúrlega að
því að komast í landslið í sinni
grein og ég lék með mjög góðum
körfuboltamönnum. Það er hart
barist um tilverurétt sinn í
landsliði, því það eru margir sem
banka á dyrnar þar.
Eftirminnilegasti
leikmadurinn?
Ég gerði aldrei upp á milli félaga
minna í Val. Leikmennirnir voru
vinir mínir innan vallar sem utan,
en ég held að J ón Sigurðsson KR sé
eftirminnilegastur af þeim
leikmönnum sem spiluðu í lands-
liðinu með mér. Það var gaman að
leika með honum. Hann var
skemmtilegur leikmaður. Einnig
var fjöldi skemmtilegra stráka sem
ég þurfti að kljást við um sæti í
liðinu.
Ég held að Jónas Jóhannesson
Njarðvík hafi verið erfiðasti
andstæðingurinn. Ég lenti
14
SKINFAXI